Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 15
Kaflar úr ræöum rektors
13
endurbótum á húsnæði háskólans, m. a. á
gamla Loftskeytastöðvarhúsinu, húsi
Raunvísindastofnunar, og leiguhúsnæði við
Grensásveg og Sigtún. Nú eru að hefjast
framkvæmdir við endurbætur hellulagðra
gangbrauta milli birkitrjáa eftir endilangri
háskólalóðinni, en þær eru að verða einn
vinsælasti staður tii gönguferða í námunda
við gamla miðbæinn.
Hafin er kennsla í matvælafræði við
verkfræði- og raunvísindadeild, sem eykur
á fjölbreytni í námi við Háskóla íslands.
Ut er komin Árbók Háskóla íslands fyrir
árin 1973—1976, þar sem reynt er að gera
skil því helsta í háskólastarfinu á þessum
tíma.
Starfsemi Happdrættis Háskóla íslands
og Háskólabíós hefur skilað góðum
hagnaði á síðasta ári, og allmikil gróska
hefur verið í rekstri ýmissa vísinda- og
þjónustustofnana innan háskólans. M. a.
hefur verið mikill vöxtur í starfsemi hinnar
nýju Reiknistofnunar síðasta ár.
Mikil umfjöllun hefur verið innan
háskólans um ýmis frumvörp í menntamál-
um síðastliðið ár og um stöðu Háskóla ís-
lands í menntakerfinu yfirleitt.
Reynt hefur verið að hlúa að ýmsum
nýgræðingi í menningar- og tómstunda-
málum innan skólans, svo sem starfsemi
Háskólakórsins, háskólahljómleikum og
kvikmyndasýningum Fjalakattarins.
Iþróttastarfsemi innan háskólans hefur
dafnað betur og betur og skilað árangri með
frábærri frammistöðu skólaliðanna í blaki
og körfubolta á liðnum vetri.
Aldrei áður hefur verið eins mikið um
alþjóðlegar ráðstefnur í húsakynnum
háskólans og í þessum mánuði, og margar
^rlendar sendinefndir hafa vitjað Háskóla
Islands að undanförnu.
III
Þá langar mig til að nefna lítillega nokkur
mál, sem háskólinn hlýtur að takast sér-
staklega á við á næstunni, auk skipulags- og
byggingamálanna.
Við höfum lagt meiri áherslu á kennslu-
hlið háskólastarfsins en flestir þeir há-
skólar, sem ég hef kynnst, en minni áherslu
á rannsóknahliðina. Á því eru margar eðli-
legar skýringar, sem ekki verða raktar hér,
en einnig liggja til þess ástæður, sem eru
umdeilanlegar.
Ef byggja á upp mikla og fjölþætta
rannsóknaaðstöðu, þarf mikið fé, sem erfitt
hefur verið að afla, og þess vegna búa flest-
ar deildir háskólans illa á þessu sviði, og
erfitt er að gera æskilegar kröfur til rann-
sóknaframlags kennara. Auk þess er
afstaða fólks til rannsókna að minni hyggju
neikvæðari hér en í nágrannalöndunum.
Margir líta á þær sem einskisvert dútl og
peningasóun, og verður þessa bæði vart
meðal ráðamanna og almennings. Ég
óttast, að við eigum eftir að súpa seyðið af
þessu, er fram líða stundir. Ef til vill hefur
aðskilnaður rannsóknastofnana atvinnu-
veganna frá háskólarannsóknunum spillt
fyrir æskilegri þróun á þessu sviði.
Þó að við höfum á að skipa viðunandi
starfsliði við kennslu að því frátöldu, að
hlutur lausráðinna stundakennara er orð-
inn of mikill, þyrftum við að þrefalda al-
mennt starfslið á skrifstofum háskólans,
aðstoðarfólk við rannsóknir og ráðgjafa- og
þjónustustörf af ýmsu tagi, ef við ætlum að
vera jafnsettir háskólum nágrannaland-
anna. Slíkt gerist ekki í einu vetfangi, en
þokast hefur nokkuð í rétta átt undanfarin
ár. En á meðan er mörgu ábótavant á þessu
sviði, sem lýsir sér í verri þjónustu stjórn-
sýslu háskólans við nemendur og kennara.