Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 19
Kaflar úr ræðum rektors
17
Fastráðnir kennarar við háskólann voru
226, þar af nokkrir í hlutastarfi. Um það bil
helmingur kennslunnar er þó í höndum
stundakennara, sem flestir gegna öðru
aðalstarfi, þar sem ílla gengur að fá nýjar
fastar stöður. Auk þess starfa við skólann
nokkrir tugir sérfræðinga við rannsókna-
störf, nokkrir tugir við stjórnsýslustörf og
einnig nokkrir tugir við þjónustustörf ýmiss
konar.
III
Allar þjóðir þurfa á álitlegum hópi lang-
skólamanna að halda, ef þær eiga ekki að
dragast aftur úr í Iífskjörum og menningu.
Að þessu fólki verður að hlúa eftir föngum,
svo að nám þeirra nýtist. Varast ber að gera
langskólamenntun að skammaryrði, sem
stundum vill brenna við hjá okkur. Hins
vegar er ekki æskilegt, að allir gangi þann
Veg, hvorki þjóðfélagsins vegna né ein-
staklinganna. Við skulum vera minnug
þess, að þjóðfélagið þarfnast fleiri en há-
skólagengins fólks. Sá sem skilar verki sínu
Vek hvar sem er og í hverju sem er, á skilið
virðingu samferðafólksins og umbun þjóð-
kélagsins, hvort sem hann hefur þurft að
fara langskólaleiðina eða aðrar leiðir til
Undirbúnings starfi sínu. Ég er þeirrar
skoðunar, að þessi skilningur hafi verið
aðalsmerki íslensku þjóðarinnar, og það
þjóðareinkenni má ei hverfa.
Menntun er ekki aðeins undirbúningur
að starfi, heldur lífsnautn. Því fé, sem varið
er til menntunar æskumanna eða fullorðins
fólks, er því sjaldan kastað á glæ. Hve mikið
af því færi ekki annars, beint eða óbeint, í
hjóm og hégóma?
Nám er vinna. Hinn góði nemandi gengur
bl náms sem vinnu, meðan hann er í skóla,
°g síðan til vinnu sem náms, er út í lífið
2
kemur. Meðan slíkt hugarfar endist
mönnum, er ekki vá fyrir dyrum.
Ég hef jafnan óskað þeim, sem kveðja
Háskóla íslands, nægilegra verkefna og
vandamála til að fást við og vaxa með, því
að vinnan göfgar manninn. Ég vona, að
námið við háskólann hafi auðveldað flest-
um að takast á við verkefnin. Ég vænti þess
einnig, að háskóladvölin hafi kennt þeim þá
auðmýkt, að engin störf eru svo lítilfjörleg
með þjóð okkar, að þeim verði ekki sinnt og
þeim Iögð til sú þekking, yfirsýn og festa,
sem er nauðsynleg til að menn geri verkum
sínum svo góð sk.il, að þeir geti verið sáttir
við sjálfa sig.
Það er skoðun mín, að samtvinnun náms
og vinnu, launaðrar eða ólaunaðrar, sé
æskileg og flestum nauðsynleg á öllum
aldri, bæði frá félagslegu, heilbrigðislegu og
fjárhagslegu sjónarmiði. Með því er einnig
viðurkennd sú staðreynd, að menn eiga
aldrei að hætta að afla sér þekkingar. Jafn-
framt er lögð á það áhersla, að ungt fólk taki
tiltölulega snemma þátt í atvinnulífinu sem
ábyrgir þjóðfélagsþegnar.
Að baki hugmyndarinnar að breytingum
á framhaldsskólakerfinu eru frómar óskir
um það, að aukin sókn í verkmenntun innan
skólanna muni árlega leiða stóran hóp
ungmenna út í atvinnulífið með halddrjúgt
veganesti án þess að fara fyrst í gegnum
háskólanám. Það er von mín, að þessar
frómu óskir rætist, en ég hygg þó enn sem
fyrr, að fleiri ljón séu á veginum en menn
ætla. Spurningin er þessi: Verður fram-
haldsskólunum búin nægilega góð aðstaða
til að veita viðhlítandi verklega þjálfun?
Hvernig tekst til með samband skóla og
vinnustaða?
Háskólinn er og hlýtur að verða háður
þjóðfélaginu, þörfum þess og fjárhagsgetu.