Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Qupperneq 21
Kaflar úr ræðum rektors
19
betri framtíð, og viljum við axla þá byrði,
sem því fylgir, eða ætlum við að drekka
meðan dropi er og kæra okkur kollótta um
timburmennina, sem bitna umfram allt á
niðjum okkar, unga fólkinu, sem á að erfa
landið? Ef til vill er spurningin einfaldari.
Hvort véitir meiri lífsfyllingu — að neyta
eöa skapa?
Þá vík ég að samskiptavandamálinu.
Þeir, sem aldir eru upp í sjávarþorpum á
Islandi milli heimsstyrjaldanna, muna vel
eftir þýðingu húsgaflsins, hvort sem það var
nú skólagaflinn, fiskhúsgaflinn eða annar
húsgafl, þar sem menn söfnuðust saman til
skrafs.
Þeir, sem þekkja miðlungsborgir Evrópu
síðustu áratugina með urmul innfluttra
verkamanna, þekkja jafnframt þýðingu
járnbrautarstöðvanna.
Gaflinn og járnbrautarstöðin gegna sama
hlutverki. Tjáningar- og samskiptaþörf
manna er rík og finnur sér ætíð vettvang.
Sennilega gegnir breska kráin sama hlut-
verki.
Hvert leitar þurfandi sál í Reykjavík
mannlegra samskipta í dag? Ég dreg ekki í
efa, að slíkir staðir séu margir, en þó er mér
n$r að halda, að þeim sé í ýmsu áfátt, ef
betur er að gáð. Við höfum skóla, félags-
heimili, íþróttamiðstöðvar, veitingahús,
klúbba og margt fleira. Ég dreg ekki í efa
gagnsemi þessara staða, en það skyldi þó
ekki vera, að hið harða samkeppnislíf á
þessum stöðum dragi úr gildi þeirra sem
vettvangs samskipta og geri oft ómennskar
kröfur til fólks og geri það tillitslaust og
jafnvel grimmt? Og er það endilega víst, að
Þeir hæfustu lifi af harða samkeppnina í
skólum, á vinnustöðum og í mannfélags-
stiganum? Og hvernig skilgreinum við
hæfi?
Er sérhæfing nútímans og samkeppnis-
harka ef til vill að breyta nútímamanninum
úr félagsveru í hörkutól? Við skulum vona,
að svo sé ekki.
Að lokinni afhendingu prófskírteina
Að heilsast og kveðjast, það er lífsins
saga, en það sem mestu máli skiptir er, að
einhver saga sé á milli þeirra stunda, er
menn heilsast og kveðjast. Ég vona, kæru
kandídatar, að ykkur hafi fundist merkur
sögukafli gerast í lífi ykkar hér í háskólan-
um, frá því er við heilsuðumst, þangað til
við nú kveðjumst.
Ég óska þess, að þeim hópi, sem nú
kveður Háskóla íslands, auðnist að vinna
landi og þjóð í anda elju, natni og kærleika.
Setjið ykkur ekki á háan hest, þegar þið
hefjið störf. Viðurkennið fyrir sjálfum
ykkur, að þið eigið margt ólært í reynd.
Notið hins vegar þekkingu ykkar á allan
hátt í því skyni að valda störfum ykkar og
vanda þau. Forðist um fram allt mennta-
hroka, því að hann er bæði ástæðulaus og
óviturlegur, og verið þess minnug, að kær-
leikurinn til náungans er öllu ofar og það að
ætla engum verri hlut en skyldi.
Mig langar enn einu sinni að kveðja
kandídata með orðum hins ágæta læriföður,
Þórarins Björnssonar: „Varðveitið hrif-
næmi æskumannsins, svo lengi sem þið
getið“. Hrifnæmið gerir ykkur glöð og frjó í
hugsun og líklegri til að láta gott af ykkur
leiða.
Hafið þökk fyrir ánægjulegar samveru-
stundir í Háskóla íslands. Heill og hamingja
fylgi ykkur og vandamönnum ykkar svo og
allri íslensku þjóðinni. Fylgi ykkur guðs
blessun.