Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 27
læknadeild og fræðasvið hennar
[nngangur
í síðustu Árbók eru raktar þær megin-
skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á
læknanáminu frá því háskólinn var stofn-
aður 1911, þar með talið það nýja fyrir-
komulag kennslunnar sem tekið var upp
1970.
Á þeim þrem árum sem hér er fjallað um
hafa ekki orðið nein meiriháttar umskipti í
starfsemi deildarinnar. Staðfesting nýrrar
reglugerðar fyrir háskólann árið 1979 olli
ekki neinum straumhvörfum. Þær breyt-
'ngatillögur sem frá læknadeild komu og
eitthvað kvað að voru „saltaðar“ og vísað
til áframhaldandi umfjöllunar í nefnd. Sú
sögulega breyting varð þó með hinni nýju
reglugerð, sem snertir raunar einnig aðrar
deildir háskólans, að forspjallsvísindi eru
ekki lengur skyldunámsgrein nema stjórn
einstakra deilda ákveði svo.
Á þessu tímabili hafa ýmis mál verið á
höfinni í læknadeild, misjafnlega markverð,
eins og gengur. Flest snerta þau innri starf-
semi deildarinnar, sumum hefur tekist að
ráða til lykta og önnur eru enn í gerjun.
Kennslan er í stöðugri athugun, bæði fyrir-
homulag hennar og skipting námsefnis.
^ætt hefur verið um framhaldsmenntun
lækna á íslandi og hlutverk læknadeildar í
Því sambandi, um hugmyndina að stofnun
>>Heilbrigðisfræðaskóla íslands," starfs-
reglur fyrir dómnefndir, lækniseftirlit með
nemendum háskólans og/eða sérstakan
trúnaðarlækni fyrir læknadeild, námsað-
stöðu læknanema, og þannig mætti lengi
telja. Nokkrar breytingar hafa orðið á
kennaraliði. Tækjakostur til kennslu og
rannsókna hefur heldur aukist þó deildin sé
enn mjög svo vanbúin í þeim efnum. Og á
þessum tíma fer að hilla undir nokkra úr-
lausn í húsnæðismálum deildarinnar sem
hafa verið í brennidepli til margra ára.
Hin mikla aðsókn stúdenta í deildina í
hlutfalli við kennslugetu hennar er sama
vandamálið og fyrr, og þegar beita átti að-
gangstakmörkun árið 1978 tók ráðherra
ákvörðunarvaldið frá læknadeild og færði í
hendur háskólaráðs.
Nefnd háskólaráðs til að kanna aðstöðu í
læknadeild skilaði áliti og tillögum.
Deildarforseti og deildarráð eru eiginleg
framkvæmdastjórn læknadeildar. Öllum
meiriháttar málum er skotið til úrskurðar
deildarfunda.
Deildarráð kemur saman minnst tvisvar í
mánuði nema helst yfir hásumarið. Auk
deildarmálefna fer þar mikill tími í umfjöll-
un erinda sem send eru deildinni til um-
sagnar bæði frá ráðuneytum heilbrigðis- og
menntamála, þingnefndum og fleiri aðilum.
í landslögum eru víða ákvæði varðandi
umsagnaraðild læknadeildar. Til dæmis má
ekki veita lækningaleyfi nema fyrir liggi álit
læknadeildar um hæfni umsækjenda. Á
umræddu 3ja ára tímabili hefur læknadeild
gefið 211 slíkar umsagnir.
Húsnæðismál.
Bygging læknadeildarhúss
Léleg aðstaða í húsnæðismálum hefur lengi
verið læknadeild fjötur um fót og raunar
gert ókleift að komið yrði fram nokkrum
umbótum í starfsháttum. Deildin á sér eng-
an fastan samastað. Hún hefur orðið að
hrökklast að mestu úr gömlu háskólabygg-
ingunni, bæði vegna fjölgunar nemenda og
vaxandi húsnæðisþarfa háskólans á öðrum
sviðum. Við hefur tekið leiguhúsnæði víðs-
vegar í borginni fyrir hinar einstöku
kennslugreinar, eins og tíundað er nánar í