Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 28
26
Árbók Háskóla islands
síðustu Árbók. Þar við bætist nýtt húsnæði
að Sigtúni 1, sem leigt var frá hausti 1976 til
8 ára. Kliníska námið fer svo fram á sjúkra-
húsum borgarinnar sem hafa engar samn-
ingsbundnar skyldur við læknadeild um
aðstöðu eða aðra fyrirgreiðslu. Stjórn
deildarinnar hefur einnig verið á hrak-
hólum með húsnæði og aðstöðu. Eini
starfsmaður hennar situr í smáherbergi í
gömlu háskólabyggingunni, þar sem varla
er hægt að tylla niður fæti vegna þrengsla.
Vinnustaður deildarforseta er hins vegar
oftast víðsfjarri og deildarráð er komið upp
á náð eins sjúkrahússins með aðstöðu til
fundarhalda. Pannig er ástandið í húsnæð-
ismálum hins íslenska læknaskóla sem er
síðan skyldaður með lagaboði eða svo gott
sem, að taka við ótakmörkuðum fjölda
nemenda.
Lengi hefur staðið til að koma upp bygg-
ingum fyrir læknadeild til kennslu og
rannsókna sem og læknisfræðilegu bóka-
safni á sameiginlegri lóð háskólans og
Landspítalans en margs konar tafir hafa
orðið á því að framkvæmdir gætu hafist.
Ákveðið var að fyrsta húsið af mörgum,
kallað „Bygging 7“ á skipulagsuppdrætti
Landspítalalóðar, skyldi rísa neðan Hring-
brautar en tengjast síðar gömlu Landspít-
alabyggingunni ofan götunnar með viðbót-
arbyggingum. Átti það að vera til sam-
eiginlegra nota fyrir læknadeild og tann-
læknadeild, sem einnig hefur átt við mjög
slæmar aðstæður að búa. Vonir stóðu til að
öll byggingin, sem samanstóð af miðhluta
og sk. „kjarna“ til beggja enda, yrði reist í
einni lotu, en þegar til kastanna kom fékkst
aðeins heimild til að fara af stað með mið-
hlutann.
Loksins hófst jarðvinna í október 1976
og var lokið einu ári síðar.
Tilboð í sökkla og botnplötu voru opnuð í
nóvember 1977. Verklok síðsumars 1978.
Tilboð í uppsteypu miðhluta voru opnuð
í júní 1979. Verklok áætluð í nóvember
1980.
Geta má svo þess, þegar þetta er ritað í
okt. 1980, að í júní sl. fékkst heimild til að
hefja framkvæmdir við uppbyggingu
suðurkjarna byggingarinnar. Er áætlað að
uppsteypu hans verði lokið í lok nóv. 1981.
Byggingin er 5 hæðir að jarðhæð með-
talinni, sem verður ekki nýtileg til kennslu
eða rannsókna nema að hluta. Gert er ráð
fyrir að tannlæknadeild fái inni í tveimur
hæðum og þá með alla sína starfsemi, en
aðeins verður hægt að skapa fjórum
kennslugreinum grunnnáms læknadeildar
aðstöðu í þessu húsi. Er því unt takmarkaða
lausn á vandamálum læknadeiidar að ræða
og stúdentar fá ekki þá aðstöðu þar sem
æskileg væri.
Samningar um kennsluaðstöðu á
heilbrigðisstofnunum
Þó læknanámið fari að verulegu leyti fram á
sjúkrahúsum og rannsóknastofnunum eru
engin formleg tengsl milli þeirra og háskól-
ans önnur en þau að gert er ráð fyrir í lögum
að nokkrir yfirlæknar á Landspítalanum
séu jafnframt prófessorar við háskólann.
Læknadeild hefur lengi verið ljóst að þörf
væri nánari ákvæða um stöðu læknadeildar
á þessum kennslustofnunum. í október-
mánuði 1975 skipaði menntamálaráðu-
neytið nefnd „til þess að gera tillögur um
framtíðartengsl iæknadeildar við sjúkrahús
og stofnanir sem deildin þarf að leita til um
kennslu læknanema," eins og segir í erind-
isbréfi. Nefndin skilaði áliti og tillögum í
október 1976 sem fóru til umsagnar ýmissa
aðila, m. a. háskólaráðs. Sá síðasti svaraði í