Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 35
Læknadeild og fræðasvið hennar
33
Heimilislœknisfrœði: Heimild fékkst
fyrir stofnun prófessorsembættis á fjár-
'ögum áriö 1973 og hlutastaða lektors
fékkst árið eftir. Prófessorsembættið var
auglýst og ein umsókn barst. Deildarfundur
1 maí 1975 taldi umsækjandann ekki hæfan
t'l að gegna starfinu, gagnstætt áliti dóm-
nefndar, og óskaði eftir því við mennta-
málaráðuneytið að frekari ráðstöfun stöð-
unnar yrði slegið á frest, bæði af þessum
sókum ,,og ennfremur vegna þess að mjög
skortir á að sú aðstaða sé fyrir hendi er með
Þnrf til þess að hefja megi kennslu í
gretninni samkvæmt ákvæðum gildandi
reglugerðar,“ eins og segir í fundarsam-
Þykktinni. Árið 1977 fékkst leyfi fyrir að
nota þessa stöðuheimild í bili til að ráða 3
lektora (37% starf) í jafnmörgum greinum,
Þ- e. heimilislækningum, heilbrigðis- og fé-
lugslæknisfræði, og var gengið frá ráðningu
Þeirra 1. 10. 77. Árið áður eða 1.8.76hafði
vertð skipað í Iektorsstöðuna sem stofnað
haföi verið til á fjárlögum árið 1974 (sjá
yfirlit um kennara).
Skipulögð kennsla í heimilislækningum
hófst með hausti 1978.
^élagslœknisfrœdi: í fjárlögum 1974
ekkst heimild fyrir stofnun prófessors-
embættis. Tveir sóttu um embættið en það
Var aldrei veitt. Stjórn læknadeildar gerði
Urn það ályktun í nóvember 1975 að fresta
v$ri ráðstöfun þess og fyrst skyldi kannað
vernig kennslunni yrði best fyrir komið í
samvinnu við aðrar skyldar greinar, sem um
Þessar mundir voru að hasla sér völl í
i nanáminu eða verið var að endurskipu-
eggja, og er þá fyrst og fremst átt við heim-
’ 'slækningar og heilbrigðisfræði. Eins og að
raman greinir var til að byrja með ráðinn
ektor frá hausti 1977 en kennsla byrjaði
ekki fyrr en ári síðar.
3
Réttarlœknisfrœði: Til margra ára hafði
kennsla í þessari grein verið á vegum pró-
fessorsins í líffærameinafræði. Að ósk
læknadeildar samþykkti menntamálaráðu-
neytið að til bráðabirgða mætti nota fjár-
lagaheimildina fyrir prófessor í félags-
lækningum til stofnunar prófessorsemb-
ættis í réttarlæknisfræði. Eins og áður hefur
komið fram var Ólafur Bjarnason, sem var
eini umsækjandinn, skipaður í þetta starf 1.
7. 78.
Fluttir hafa verið úr lektors- í dósents-
starf Magnús Jóhannsson, þ. 1.7. 77, og
Hrafnkell Helgason og Tómas Á. Jónasson
þ. 1.6. 78.
í læknadeild var tímabundin ráðning í
dósents- og lektorsstöður, yfirleitt til 5 ára,
tekin upp síðla árs 1973. Stjórn lækna-
deildar hafði hugsað sér að störf þeirra
kennara sem óskuðu endurráðningar að
skipunartímabili loknu yrðu sett undir
mæliker og stæðist viðkomandi ekki þá
prófraun skyldi starfið auglýst. Par tók
deildarfundur hins vegar af skarið og ákvað
að stöðurnar skyldi ætíð auglýsa með
venjulegum hætti og hefur svo verið gert.
Til að forðast breytingar á kennaraliði
meðan á kennslu stendur vill deildarstjórn
stefna að því að tímabundnar stöðuveiting-
ar miðist við 1. júlí. Var því óskað eftir
setningu í þær stöður sem losnuðu síðari
hluta árs 1978, eftir því sem með þurfti til
þess að ná framangreindu markmiði.
Eftirtaldir kennarar voru endurráðnir til
5 ára frá 1. 7. 79 í sömu stöður og þeir
gegndu áður: Bjarki Magnússon, Einar
Baldvinsson, Elín Ólafsdóttir, Gylfi Ás-
mundsson, Tómas Á. Jónasson og Þröstur
Laxdal.
Á árinu 1979 fékkst heimild utan fjárlaga
til að stofna nýtt prófessorsembætti í líf-