Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 37
Laeknadeild og fræðasvið hennar
35
A þrem fyrstu árum þessa tímabils slær
saman þeim stúdentum er voru í námi sam-
kvæmt hinni eldri reglugerð og hinum sem
hófu nám 1970 'skv. nýju reglugerðinni, og
er það skýringin á hinni háu heildartölu
stúdenta þau árin í samanburði við fjögur
síðari árin. Árið 1976 útskrifuðust síðustu
kandídatarnir skv. eldri reglugerðinni, 29
talsins.
Læknanentar hafa átt við slæm kjör að
húa. Það skapast að sumu leyti af hinum
alniennt lélegu aðstæðum læknadeildar og
tvistringi kennslunnar út um bæ. Lág-
markskrafan er að þeir hafi aðstöðu til lest-
Urs þar sem þeir dvelja við nám hverju
sinni, hvort heldur er á rannsóknastofnun-
um eða spítaladeildum. Húsnæði það sem
slík aðstaða útheimtir þarf ekki að vera
stórt eða íburðarmikið en þannig úr garði
Eert, bæði að því er varðar bókakost og
mynd- og tækjabúnað, að nemendur geti
stundað sjálfsnám þegar tóm gefst frá
fyrirlestrum, verklegum æfingum eða
klinískri þjálfun.
Á árinu 1979 var læknanemum úthýst úr
tveimur herbergjum sem þeir höfðu haft til
lesturs í Landspítalanum. Deildarstjórn
gekkst þá fyrir því að lestraraðstaða fékkst
fyrir 25 nemendur í kjallara suðurenda
hyggingar hjúkrunarskólans á Landspít-
alalóð. Deila læknanemar þessu húsnæði
með hjúkrunarnemum.
Aðgangstakmörkun (Numerus
elausus)
Eins og áður hefur verið vikið að hefur hin
mikla aðsókn í læknadeild löngum verið
kennurum deildarinnar þyrnir í augunt, þar
sem talið hefur verið að hún væri langt um-
riam kennslugetu.
1 nýrri reglugerð fyrir Háskóla íslands
sem kom til framkvæntda árið 1970 var
ákvæði sem heimilaði læknadeild að tak-
marka aðgang að deildinni. í kaflanum um
læknadeild sagði svo orðrétt: „Sé fjöldi
stúdenta, sem stenst 1. árs próf, meiri en
svo, að veita megi þeim öllum viðunandi
framhaldskennslu við aðstæður á hverjum
tíma, geturdeildin takmarkað fjöldaþeirra,
sem halda áfram námi. Jafnan skal þó að
minnsta kosti 24 stúdentum veittur kostur á
að halda áfram námi.“ Og síðar í sömu
grein: „Réttur stúdenta til framhaldsnáms
skal miðaður við árangur 1. árs prófs eftir
nánari ákvörðun deildarinnar."
Eftir að leitað hafði verið álits kennara
deildarinnar á því hversu mörgunt nem-
endum væri hægt að veita viðhlítandi
kennslu stóð til að beita takmörkunar-
heimildinni árið 1971 þannig að 25—30
nemendum sem stæðust prófið þá um vorið
yrði Ieyft að halda áfram að hausti. Horfið
var þó frá þessari ákvörðun eftir miklar
hræringar og átök í deildinni.
Þar sem stjórnvöld sýndu engan lit á því
að bæta kennsluaðstöðu í deildinni með
auknum fjárveitingum var enn á árinu 1973
samþykkt að takmarka aðgang á næsta ári,
en sú ákvörðun var ekki látin koma til
framkvæmda. Gekk í þessu þófi næstu árin.
Háskólastúdentar hafa ætíð verið mjög
andvígir takmörkun, og háskólayfirvöld
hafa ekki stutt við bakið á læknadeild.
Deildarsamþykkt um takmörkun átti að
koma til framkvæmda árið 1978. Hún mið-
aðist við að 36 stúdentum yrði leyft að
halda áfram námi á 2. ári þá um haustið.
Háskólaráð og menntamálaráðherra lögð-
ust gegn þessari ákvörðun en deildin hagg-
aði ekki afstöðu sinni. Breytti nú ráðherra
reglugerð læknadeildar þannig að það var
lagt í vald háskólaráðs hvort samþykkt