Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 41
Laeknadeild og fræðasvið hennar
39
leiðandi hefur skortur húsnæðis og þjálfaðs
starfsliðs verið henni f jötur um fót, en úr því
er nú verið að bæta eftir megni.
Læknar Rannsóknastofu háskólans ann-
ast kennslu í sínum sérgreinum í lækna-
dcild, tannlæknadeild, námsbrautum í
hjúkrun og sjúkraþjálfun við Háskóla
Islands, Meinatæknaskólanum og hjúkrun-
arskólunum. Við stofnunina starfa nú 2
Prófessorar og 5 dósentar auk stunda-
kennara.
Vísindaleg rannsóknaverkefni við stofn-
unina árin 1976—1979 hafa aðallega verið
þessi:
L Flokkun krabbameina í íslendingum á
20 ára tímabilinu 1955—1974. Verk-
efni þetta er unnið í samvinnu við
skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar í Genf og Krabba-
rneinsskrá Krabbameinsfélags íslands.
2- Rannsóknir á hjartavöðva í tilrauna-
dýrum og í mönnum í samvinnu við
Raunvísindastofnun háskólans.
2- Rannsóknir á sjúkdómum í hjartalok-
nrn íslendinga samkvæmt athugunum
v'ð krufningar.
4' Rannsóknir í mannerfðafræði í
samvinnu við Erfðafræðinefnd há-
skólans.
Rannsóknir á faraldursfræði krabba-
nteins í samvinnu við Krabbameins-
skrá Krabbameinsfélags íslands.
■ Rannsóknir á eitrunum af völdum ým-
issa efna í samvinnu við Rannsókna-
stofu háskólans í lyfjafræði.
• Rannsóknir á orsökum og eðli arf-
gengra heilablæðinga í samvinnu við
Blóðbankann, Taugalækningadeild
Landspítalans og Raunvísindastofnun
háskólans.
■ Rannsóknir á tíðni gigtarþáttar hjá ís-
lendingum í samvinnu við Rann-
sóknastöð Hjartaverndar.
9. Rannsóknir á tíðni smitbera með
meningococca.
10. Rannsóknir á útbreiðslu klasasýkla í
samvinnu við Nýburadeild Barnaspít-
ala Hringsins, Landspítalanum.
11. Rannsóknir á lyfjanæmi sýkla á spítöl-
um.
Starfsmenn
Forstöðumaður Rannsóknastofu háskólans
er prófessor Jónas Hallgrímsson (settur 1.
júlí 1978, skipaður 1. febrúar 1979). Frá-
farandi forstöðumaður, Ólafur Bjarnason,
er nú prófessor í réttarlæknisfræði í lækna-
deild og jafnframt yfirlæknir við stofnun-
ina.
Aðrir starfsmenn eru:
Líffœrumeinafrœðideild:
Hannes Blöndal, prófessor í líffærafræði,
gegnir hlutastöðu sérfræðings í meinafræði
taugakerfisins. Aðrir sérfræðingar eru sex
talsins, og eru tveir þeirra jafnframt dós-
entar í líffærameinafræði í læknadeild og
einn dósent í líffærameinafræði í
tannlæknadeild; fjórir aðstoðarlæknar,
tveir líffræðingar, þrír deildarmeinatæknar,
tíu meinatæknar, einn tækniljósmyndari,
þrír tæknimenntaðir aðstoðarmenn og
fjórir aðrir aðstoðarmenn.
Réttarlœknisfrœðideild:
par starfa auk prófessorsins í greininni
einn aðstoðarlæknir og einn meinatæknir í
hlutastarfi.
Sýklafrœðideild:
Arinbjörn Kolbeinsson er yfirlæknir og
jafnframt dósent í sýklafræði í læknadeild.
Auk hans starfa tveir sérfræðingar og er
annar þeirra jafnframt dósent í sýklafræði í
læknadeild, tveir deildarmeinatæknar, ell-