Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 43
Læknadeild og fræöasviö hennar
41
esson. Unnið að hluta í samvinnu við dr.
Ólaf Bjarnason prófessor.
— Áhrif trefjaefna í fæðu og frásog lyfja.
Stjórnandi: Magnús Jóhannsson. Unnið
í samvinnu við Bjarna Þjóðleifsson og
Sigurð B. Þorsteinsson, lækna á lyf-
læknisdeild Landspítalans.
Þiónusturannsóknir
Starf rannsóknastofunnar að þjónustu-
rannsóknum er með svipuðu sniði ár hvert.
1 réttarefnafrœðideild (deildarstjóri Jakob
Kristinsson) komu árið 1979 107 dauðsföll
til réttarefnafræðilegra rannsókna. Svo sem
v»ð var að búast kom alkóhól oftast fyrir
a'lra efna. Ölvun telst vera mikil, ef magn
alkóhóls (etanóls) í blóði er umfram 2%o.
I'lagn alkóhóls var umfram 3%o í 23 tilvik-
um. Alkóhól var talið hafa valdið banvænni
e»trun, ef magn þess í blóði og þvagi var að
'neðaltali umfram 4%o(3 dauðsföll). Ekkert
0ruggt samhengi var milli mikillar ölvunar
°g mikillar töku lyfja, enda þótt slíkt kæmi
iyrir í nokkrum tilvikum.
Talið var, að af 107 dauðsföllum, er til
rannsóknar komu, mætti rekja 27 til ban-
J*nna eitrana. (Sjá nánar í Ársskýrslu
a,tnsóknastofu í lyfjafrœði, Háskóla
Islands, 1979.)
^nlkóhóldeild (deildarstjóri JóhannesF.
kaftason) bárust 2612 blóðsýni úr öku-
^fttnnum og farþegum vegna gruns um ölv-
v»ð akstur árið 1979. Hlutfallsleg
reifing (%) sýnaeftir alkóhólmagni (») var
!.em hérsegir árið 1979:
0 —0,49%„ 10,6%
h,50 0,99%o 17,8%
AOO—1,49%„ 22,1%
1,50—1,99%» 24,5%
2,00—2,49%» 16,6%
2,50—2,99%» 6,7%
3,00%» og meira 1,7%
100,0
Á lyfjarannsóknadeild (deildarst jóri
Magnús Jóhannsson) voru á árinu 1979
gerðar 1378 mælingar á lyfjum í blóðsýn-
um, er bárust frá læknum, spítölum og
hliðstæðum stofnunum. Þá voru gerðar til-
raunir vegna framleiðslu sérlyfja hér á
landi.
Starfsemi eiturefnadeildar (enginn
deildarstjóri) var fremur lítil á árinu 1979.
Rannsökuð voru nokkur sýni matvæla með
tilliti til skordýraeiturs. Þá var rannsakað
eitt sýni af svínafóðri með tilliti til rottu-
eiturs.
Starfsmenn
Forstöðumaður rannsóknastofunnar er
prófessor, dr. med. Þorkell Jóhannesson.
Árið 1979 störfuðu, auk hans, á rann-
sóknastofunni þrír deildarstjórar, fjórir
rannsóknamenn (sumir þeirra í hlutastai fi),
þrír aðstoðarmenn (tveir eftir 1. 1.. 1979),
og tveir ritarar (annar þeirra í hálfu starfi).
Auk þess starfar Tryggvi Ásmundsson
læknir í tengslum við rannsóknastofuna.
Ráðstefnur
Forstöðumaður og starfsmenn rannsókna-
stofunnar hafa sótt ýmsa fundi og ráðstefn-
ur erlendis í réttarlæknisfræði, iðnaðar-
rannsóknunt, lyfjafræði, réttarefnafræði,
eiturefnafræði og um vandamál áfengis-
neyslu og töku lyfja hjá ökumönnum.