Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 47
Læknadeild og fræðasvið hennar
45
ekkert svar haföi þá borist. í júní 1978 var
þessu boði loksins svarað, og virtist af því
svari mega ráða að e. t. v. hefði deildin
áhuga á húsnæðinu árið 1979, en árið 1979
heyrðist ekkert frá Iæknadeild varðandi
þetta húsnæði. Þarna er um að ræða 70 m2
rannsóknastofu af sama gæðastaðli og við
hin vinnum alla okkar vinnu í. Þetta hús-
n$ði rúmaði allar berkla- og blóðvatns-
rannsóknir Arinbjarnar Kolbeinssonar og
samstarfsmanna hans í 2 ár, þar með talin
°h syfilis- og giktarpróf, sem gerð voru á
landinu á þeim tíma. Þegar útséð var um, að
l^knadeild rnundi þiggja þetta húsnæði,
reyndist það dágóð viðbót við húsnæði
rannsóknastofu í veirufræði, enda litlu
rrrinna en húsnæðið sem hún hafði fyrir.
Af rannsóknastarfsemi í ónæmisfræði er
Pað að segja, að ýmsar rannsóknir á ónæm-
lsastandi fara fram á rannsóknastofu í
veirufræði og báðum bakteríurannsókna-
eildunum. í Blóðbankanum er mjög virk
rannsóknastarfsemi í ónæmis- og erfða-
ræði. Helgi Valdimarsson, dósent í ónæm-
■sfræði við læknadeild, starfaði í Bretlandi
Pessi 3 ár, en kenndi 3ja árs læknanemum
agrnarkskennslu samkvæmt sérstökum
satnningi, sem framlengdur var frá ári til
^annsóknastofa í veirufræði
riekstur
^áskólaárin 1976—79 ráku Ríkisspítalar
Háskóli íslands sameiginlega veiru-
j‘|jlns<áknadeild eins og háskólaárin
4 76. Frá upphafi þeirrar starfsemi
egir f síðustu Árbók. Háskólaárin
^ 6 79 var p,iutur Ríkisspítala í rekstri
^ennar stærri en hlutur háskólans hvað
ar ar reksturskostnað. Ríkisspítalar
reiddu allan kostnað af húsnæðinu og
ræstingu þess, einnig þess hiuta, sem
kennsla fer fram í og rannsóknir dósents í
örverufræði við verkfræði- og raunvísinda-
deild. Ríkisspítalar greiddu einnig allan
launakostnað við sótthreinsun og glerþvott
fyrir alla starfsemi á Eiríksgötu (IV2 starf).
Af 6 líffræðingum, meinatæknum og að-
stoðarmönnum, sem vinna á rannsókna-
stofu í veirufræði, eru 4 ráðnir til starfa af
Ríkisspítölum, en háskólinn greiðir laun
tveggja Iíffræðinga, sem hafa starfað á
rannsóknastofunni frá upphafi. Bæði
Ríkisspítalar og háskólinn hafa nokkrar
tekjur af starfsemi rannsóknastofunnar.
Hún hefur oft fengið fjárstuðning
heilbrigðismálaráðuneytis og landlæknis til
einstakra verkefna og þá lausráðið fólk til
þeirra, oft stúdenta í sumarverkefni.
Enginn samningur er til um skiptingu
reksturskostnaðar milli Ríkisspítala og
háskólans. Stjórnskipuð nefnd, sem sett var
á laggirnar til að athuga rekstur og tengsl
sýklarannsóknadeilda beggja rekstraraðila,
hefur nýlega skilað áliti, sem verður vænt-
anlega tekið til umræðu og afgreiðslu
háskólaárið 1980—81.
Verkefni rannsóknastofu í veirufræði
Á árunum 1976—79 fór starfsemi rann-
sóknastofunnar ört vaxandi. Helstu verk-
efnin voru: 1) rannsóknir á rauðum hund-
um og rauðuhundabólusetningu, 2) rann-
sóknir á inflúensu og inflúensubólusetn-
ingu, 3) rannsóknir á veirusýkingum syk-
ursjúkra, 4) rannsóknir á hæggengum
taugasjúkdómum, 5) rannsóknir á út-
breiðslu enteroveirusýkinga, 6) rannsóknir
á aðsendum sýnum frá sjúkrahúsum,
heilsugæslustöðvum, héraðslæknum og
starfandi læknum um land allt.