Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 48
46
Árbók Háskóla íslands
Rannsóknir á rauðum hundum og
rauðuhundabólusetningu: Þetta voru
stærstu og tímafrekustu verkefnin. Árið
1976 voru mótefnamælingar gegn rauðum
hundum orðnar fastur liður í mæðravernd-
arstarfi víðast hvar á landinu. Hafði há-
skólinn nokkrar tekjur af þeim mælingum.
Árið 1976 hófst skipuleg leit að rauðu-
hundamótefnum í blóði 12 ára telpna í öll-
um skólum Reykjavíkur og nágrennis og í
skólum á Akureyri. Þær mótefnalausu voru
bólusettar í ársbyrjun 1977 og gerð ýtarleg
könnun á árangri þeirrar bólusetningar
með mótefnamælingum 6 vikum og einu ári
eftir bólusetninguna. Tvær ritgerðir eru
komnar út um bólusetninguna og árangur
hennar. (Sjá ritskrá.)
Vorið 1978 byrjaði mjög svæsinn rauðu-
hundafaraldur, sem náði hámarki um ára-
mót 1978—79 og stóð fram á mitt sumar
1979. Meðan þessi faraldur stóð sem hæst,
vék allt annað fyrir því verkefni að greina
rauðuhundasýkingar hjá ófrískum konum
eða í nánasta umhverfi þeirra og reyna að
koma í veg fyrir fósturskemmdir í faraldr-
inum. Vinnuálag á deildinni var úr hófi
meðan faraldurinn stóð sem hæst. Ófrískar
konur voru hvattar til að koma í mótefna-
mælingar og flestar mældar a. m. k. tvisvar.
Að faraldrinum loknum var enn gerð at-
hugun á fyrsta bóiusetta telpnahópnum til
að meta hver vörn væri að bólusetningunni í
faraldri. Ritgerð er að koma út um þá at-
hugun.
Þegar rauðuhundafaraldrinum 1978—
79 lauk, varð Ijóst, að búið væri að mæla og
skrá rauðuhundamótefni hjá nær helmingi
þeirra 54 þúsund kvenna, sem eru á aldrin-
um 12—46 ára á landinu öllu. I samvinnu
við landlækni var ákveðið að reyna á næstu
tveimur árum að ná til allra kvenna sem
ómældar væru, mæla mótefni þeirra og
bólusetja þær mótefnalausu. Heilbrigðis-
stjórn fékk aukafjárveitingu til að greiða
kostnað við þetta verkefni.
Sumarið 1979 byrjaði skipuleg sýnataka
vegna þessara mælinga. Sex læknanemar
fóru í dreifbýlið að safna sýnum. Starfsfólk
rannsóknastofu í veirufræði fór í skóla
Reykjavíkur og nágrennis og beitti nýrri
handhægri rannsóknaraðferð, sem hefur
þróast í rannsóknastofunni síðustu tvö árin.
Heilsuverndar- og heilsugæslustöðvar í
þéttbýli sjá um töku sýna, þar sem því verð-
ur við komið. Ætlunin er að Ijúka þessu
verkefni árið 1981. Mótefnamæling verður
síðan gerð árlega á stúlkum í 12 ára bekkj-
um barnaskóla og þær mótefnalausu bólu-
settar. Ef bólusetningin bilar ekki, verður
ísland fyrsta landið, þar sem fóstur-
skemmdum af völdum rauðra hunda er
skipulega útrýmt með þessum hætti. Þessar
aðgerðir vekja því talsverða athygli í ná-
lægum löndum.
Rannsóknir á inflúensu og inflú-
ensubólusetningu: Auk árlegrar
greiningar þeirrar inflúensu, sem hér verð-
ur vart við og er liður í alþjóðasamstarfi
Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna
(WHO), voru unnin tvö verkefni sem varða
inflúensu. Fyrra verkefnið var unnið sum-
arið 1976 að tilhlutan landlæknis. Þá unnu
þrír læknanemar að athugun á mótefnum
gegn þremur inflúensustofnum með sér-
stöku tilliti til svínainflúensu, sem þá hafði
nýlega orðið vart í Bandaríkjunum. Svína-
inflúensa er sá A-stofn inflúensu, sem er
talinn skyldastur þeim stofni er olli spönsku
veikinni 1918, eða jafnvel sami inflúensu-
stofn. Þessi athugun náði til 1400 manns í
10 læknishéruðum, aðallega gamalmenna.
Verður skýrsla um niðurstöður hennar