Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 49
Læknadeild og fræðasvið hennar
47
birt síðar, er færi gefst á. Nokkur
gamalmenni, sem athuguð voru í þessari
könnun, voru bólusett veturinn 1976—77.
Arangur þeirrar bólusetningar var mjög
lélegur. Seinna verkefnið, sem jafnframt er
prófverkefni Sigríðar Elefsen til B.S.-4.-árs
prófs í líffræðiskor, er ýtarlegur saman-
burður á árangri eftir bólusetningu með
fjórum mismunandi inflúensubóluefnum,
er keypt voru til landsins 1977—78. Smá-
verkefni þessu tengt er samanburður á
endingu mótefna eftir faraldra af mismun-
andi A-stofnum inflúensu.
Rannsóknir á veirusýkingum sykur-
sjúkra: í samvinnu við göngudeild sykur-
sjúkra á Landspítala unnu tveir læknanem-
ar að athugun mótefna gegn algengum
yeirum hjá sjúklingum með insulinháða
sykursýki á Akureyri. Einnig voru athug-
aðir ættingjar sjúklinganna og heilbrigður
öskyldur samanburðarhópur. Þetta verk-
efni var unnið sumarið 1977.
Rannsóknir á hæggengum tauga-
siúkdómum: Sigríður Guðmundsdóttir
hffræðingur lauk frágangi á niðurstöðum
fannsókna sinna á mótefnum gegn al-
Sengum veirum í blóði sjúklinga með mul-
t‘ple sclerosis (MS) og heilbrigðra til sam-
anburðar. (Sjá ritskrá.)
Rannsóknir á útbreiðslu entero-
v®irusýkinga: Unnin voru tvö verkefni er
varða útbreiðslu enteroveirusýkinga. Einar
°rfason B.S. lauk prófverkefni til B.S.-4,-
ars prófs, þar sem hann gerði könnun á
8angi enteroveira á þremur dagheimilum í
^eykjavík í eitt ár (1975—76). Sigrún
^aðnadóttir Iauk B.S.-4.-árs prófverkefni
f'ar sem hún kannaði m. a. tíðni þessara
s°mu sýkinga hjá sjúklingum sem sýni
k°mu frá 1970—78. (Beggja þessara verk-
efna er getið í ritskrá.)
Aðsend sýni: Sýnafjöldi frá sjúkrahús-
um, heilsugæslustöðvum og starfandi lækn-
um fer ört vaxandi. Þegar engir sérstakir
faraldrar ganga koma sýni frá 90—100
manns á mánuði en fjöldi aðsendra sýna
eykst í faröldrum af ýmsu tagi, mismunandi
mikið eftir því hvers konar sýkingar eru á
ferðinni. Er því orðið brýnt að fá lækni að
deildinni vegna þessa verkefnis.
Ráðstefnur og þing
Rannsóknastofa í veirufræði sá um 6. þing
skandinavískra veirufræðinga, sem var
haldið á Akureyri 26.-30. júní 1979. Mjög
mikil hjálp við þann undirbúning var fram-
lag forstöðumanns, starfsfólks og gesta
Tilraunastöðvarinnar að Keldum til ráð-
stefnunnar og styrkur frá Ríkisspítölum,
Háskóla íslands og menntamálaráðuneyt-
inu. Þingið sóttu um 50 erlendir þáttakend-
ur auk heimamanna. Fyrirlestrar voru opnir
starfsliði Fjórðungssjúkrahúss og heilsu-
gæslu á Akureyri, líffræðikennurum
Menntaskólans þar og öðru áhugafólki á
Akureyri og nágrenni.
Landlæknir og rannsóknastofa í veiru-
fræði gengust fyrir ráðstefnu um ónæmis-
aðgerðir. Var sú ráðstefna haldin í desem-
ber 1978 í Reykjavík. Starfsmenn rann-
sóknastofu í veirufræði fluttu þar fjögur
erindi um ónæmisaðgerðir, eitt um mænu-
sóttarbólusetningu, annað um mislinga-
bólusetningu, það þriðja um inflúensu-
bólusetningu og það fjórða um ónæmisað-
gerðir gegn rauðum hundum. í öllum er-
indunum var greint frá niðurstöðum rann-
sókna af deildinni.
Háskólaárin 1976—79 sótti Margrét
Guðnadóttir prófessor ráðstefnu skandi-
navískra veirufræðinga í Svíþjóð 1977, evr-
ópskraveirufræðingaí Amsterdam 1977 og