Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 51
*-æknadeild og fræöasviö hennar
49
sogu á Samóaeyjum og þar er athöfnin ná-
tengd þarlendum trúarsiðum og félags- og
stjórnmálasamtökum.
Rannsóknir við þessi efnasambönd, sem
hægt er að framkvæma hér, eru komnar vel
á veg.
Hins vegar eru rannsóknir á innihalds-
efnum íslenskra lækningajurta og afbrigð-
ttni þeirra, en þessar rannsóknir hófust árið
y/8 og hefur sumarvinnu tveggja s. 1. ára
verið varið að mestu leyti í þessar rann-
s°knir. Þótt margar íslenskar jurtir hafi
'erið notaðar öldum saman í lækninga-
s >'ni, er ekki vitað um tilraunir hér á landi
1 þess að vinna virk innihaldsefni þeirra í
feinni mynd. Þær jurtir, sem byrjað hefur
Ver|ð á, eru fjallagrös og hreindýramosi.
Fjallagrös, Cetraria islandica, voru mikið
jt°tuð áður fyrr hér á landi bæði til matar og
a-'kninga. Til matar voru grösin mest höfð í
fcfauta, en einnig í slátur og brauð til þess að
rýgja mjölið. Til lækninga voru fjallagrös
n m góð við hægðatregðu, uppþembu, lyst-
„ eysh kraftleysi, blóðsótt og niðurgangi.
eyðið var drukkið meðal annars til þess að
stl la hósta, en einnig til þess að lækna
efkla. Nú er vitað, að prótólichesterínsýra
j'.S 'tehesterínsýra, sem báðar finnast í
Ja lagrösum, hafa sýklahemjandi verkun á
erklasýkla, Mycobacterium tuberculosis,
sv° °g á ýmsa gram-jákvæða sýkla. Fúmar-
Ptotócetrarsýra er önnur fléttusýra, sem er í
^a lagrösum, en talin óvirk gegn sýklum.
j lns Vegar er hún talin örva vöðvasamdrátt
s,Ve88jum maga og þarma og einnig taiin
u a að fjölgun hvítra og rauðra blóð-
K°rna,
le ^anta'ðar fléttusýrur hafa fundist í er-
haMUm ^a"a8rosurn> en rannsóknir á inni-
Ver sefnunr íslenskra fjallagrasa hafa ekki
r’ gerðar svo vitað sé. Tilgangur þessara
tilrauna er því að einangra fléttusýrur úr
íslenskum fjallagrösum, sannkenna þær og
ákvarða magn þeirra í jurtinni.
Hreindýramosi, Cladonia arbuscula,
hefur einnig verið notaður hér á landi til
lækninga. í fléttum er að finna margvísleg
efni, og hafa sum þeirra sýklahemjandi
verkun. Dæmi um það er úsnínsýra, sem er
díbenzófúranafbrigði og unnið hefur verið
úr mörgum fléttum. Ekki hafa verið gerðar
neinar tilraunir til þess að ákvarða magn
úsnínsýru í hérlendum fléttutegundum.
Þetta er forvitnilegt vegna þess, að jurtir
sömu tegundar, sem vaxa við misjöfn
skilyrði, innihalda gjarnan mismikið af
ýmsum efnasamböndum. Sem dæmi má
nefna ópíumsvalmúann, Papaver somni-
ferum, sem inniheldur 10—15% af morfíni,
þegar hann er ræktaður í Tyrklandi, en ekki
nema 5—10% af morfíni, þegar hann er
ræktaður í íran.
Árið 1945 var fyrst sýnt fram á sýkla-
hemjandi verkun úsnínsýru gegn gram-já-
kvæðum sýklum. Nokkrum árum síðar kom
í ljós, að sýran hafði einnig verkun gegn
berklasýkli. Á síðari árum hafa japanskir
vísindamenn sýnt fram á bólgueyðandi
eiginleika úsnínsýru, og einnig hefur sýran
góð áhrif á illkynja æxli. íslenskur
hreindýramosi inniheldur ca. 1% af úsnín-
sýru.
Af öðrum verkefnum rannsóknastof-
unnar má minnast á þjónustu við innlenda
lyfjaframleiðendur varðandi nánar tiltekn-
ar rannsóknir á framleiðslu þeirra.
Starfsmenn stofnunarinnar eru tveir:
forstöðumaður, dr. Vilhjálmur G. Skúla-
son, prófessor, og Hilmar Karlsson, cand.
pharm. Auk þess hefur Kristín Ingólfsdótt-
ir, exam. pharm. unnið tvö s. I. sumur við
rannsóknastofuna. Vilhj. G. Skúlason