Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 52
50
Árbók Háskóla íslands
Tilraunastöð háskólans í
meinafræði, Keldum
Starfslið
Nokkur fjölgun hefur orðið á stofnuninni á
þessu tímabili. Auk forstöðumanns unnu
þar haustið 1979 sjö sérfræðingar og sex
aðrir háskólamenntaðir starfsmenn, en
fastir starfsmenn voru alls 30.
Yfirdýralæknir og rannsóknadeild
Sauðfjárveikivarna höfðu eins og áður að-
stöðu og húsnæði á Tilraunastöðinni. Dr.
Guðmundur Eggertsson, prófessor í líf-
fræðiskor verkfræði- og raunvísindadeild-
ar, fluttist frá Keldum 1977 í húsnæði Líf-
fræðistofnunar við Grensásveg.
Verkefni
Tilraunastöðin hefur sem fyrr annast fram-
leiðslu og dreifingu á bóluefni og sermi við
ýmsum sauðfjársjúkdómum og séð um inn-
flutning og dreifingu nokkurra lyfja gegn
sníkjudýrum í búfé. Hún veitir bændum og
dýralæknum aðstoð við sjúkdómsgreiningu
með rannsókn á innsendum sýnum o. fl.
Tekist hefur að efla nokkuð þann þátt
starfseminnar með tilkomu nýrra manna og
betri aðferða, t. d. á sviði sjúkdóma í vatna-
fiskum, loðdýrum og svínum.
Vísindarannsóknum á útbreiðslu, orsök-
um og eðli ýmissa sjúkdóma hefur að vanda
verið reynt að sinna. Lögð hefur verið
megináhersla á rannsóknir á hæggengum
veirusjúkdómum sem fyrr, einkum visnu og
mæði í sauðfé, en jafnframt auknar athug-
anir á riðuveiki í sauðfé, sem breiðist út
hérlendis og reynist sjúkdómafræðingum
víða um heim hin mesta ráðgáta. Rann-
sóknir á hæggengum veirusjúkdómum dýra
eru taldar skipta máli til aukins skilnings á
ýmsum sjúkdómum í mönnum, og hefur
það öðrum þræði verið haft að leiðarljósi
við val verkefna á Tilraunastöðinni.
Unnið hefur verið að rannsóknum á
visnu í náinni samvinnu við Neal Nathanson
prófessor við Johns Hopkins háskóla í
Baltimore. Árleg styrkveiting til rannsókn-
anna á Keldum frá National Institutes of
Health í Bandaríkjunum hefur numið um
33.000 dölum.
Tilraunastöðin hefur einnig tekið þátt í
norrænni rannsóknasamvinnu á vegum
Nordisk Kontaktorgan for Jordbruksforsk-
ning, og hafa þær rannsóknir beinst að
mæðiveiki og garnaveiki í sauðfé og sníkju-
dýrum í nautgripum. Styrkur til mæði-
rannsókna hefur fengist frá ranns'ókna-
ráðum í Danmörku og Noregi.
Meðal annarra verkefna má nefna rann-
sóknir á sjúkdómum í vatnafiskum hér-
lendis, athuganir á áhrifum sníkjudýra á
þrif búfjár og ýmsar rannsóknir á næring-
arsjúkdómum jórturdýra, selenbúskap
sauðfjár, kóbalti og öðrum snefilefnum t
fóðri búfjár, tannlosi í sauðfé, kregðu-
lungnabólgu í lömbum, meltingarenzýmum
sauðfjár og heila- og mænusiggi í mönnum-
Skipulagsmál og landrými
Tilraunastöðvarinnar
Undanfarin ár hafa farið fram viðræður
milli borgaryfirvalda og forsvarsmanna
Tilraunastöðvarinnar um skipulag á landi
hennar. Fram komu árið 1976 hugmyndir
starfsmanna Reykjavíkurborgar um stór-
fellda skerðingu á því Iandi sem Tilrauna-
stöðin hefur til umráða innan marka
Reykjavíkur. Þessum hugmyndum mót-
mælti forstöðumaður harðlega og hefur
málið síðan verið til umræðu og um-
fjöllunar með þátttöku fulltrúa Tilrauna-
stöðvarinnar, læknadeildar og háskólans,
menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkur-