Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 54
LAGADEILD OG FRÆÐASVIÐ HENNAR
Inngangur
Nám í lagadeild hefur á undanförnum árum
byggst á reglugerð, sem sett var 1970. Þessi
reglugerð fól í sér ýmsar veigamiklar
breytingar á námi í deildinni frá því sem
áður hafði verið. Náminu var nú skipt í þrjá
hluta og gert ráð fyrir að stúdentar lykju
laganámi á fimm árum. Upp var tekin sú
nýjung að á síðasta árinu í deildinni geta
stúdentar valið tvær kjörgreinar á
haustmisseri og er þar m. a. boðið upp á
allmargar greinar lögfræðinnar, sem ekki
eru kenndar fyrr í deildinni og tilheyra því
ekki hinu hefðbundna laganámi. Munnlegu
prófi er lokið í þessum kjörgreinum í des-
ember. Á vormisseri velur stúdent síðan
eina aðalkjörgrein og vinnur þá að ritgerð
um viðfangsefni innan hennar undir hand-
leiðslu umsjónarkennara. Lýkur námi hans
í deildinni með þessari kandidatsritgerð,
þótt heimild sé einnig til munnlegs prófs.
Fullyrða má að þessi nýja skipan laga-
náms hafi gefist vel. Vorið 1979 voru gerð-
ar allverulegar breytingar á reglugerðinni
um Háskóla íslands, rgj. nr. 78/1979, bæði
á almenna hluta hennar og þeim ákvæðum,
sem einstakar háskóladeildir varða.
Nokkrar breytingar voru þá gerðar á laga-
námi, þótt hið fyrra skipulag, sem að fram-
an var lýst, standi enn í aðalatriðum. Þessar
breytingar voru í meginatriðum byggðar á
tillögum námsnefndar lagadeildar, sem í
eiga sæti fulltrúar kennara og nemenda.
Breytingar á námstilhögun í lagadeild
Helstu breytingar á námstilhögun og
prófum í lagadeild eru þessar: Áfangapróf í
tilteknum greinum var áður aðeins heimilt
að þreyta á einu og sama próftímabili í
hverri grein, og var prófið aðeins haldið að
vori. Nú hefur þessi prófheimild verið mjög
rýmkuð. Heimilt er nú að þreyta áfangapróf
á hverju þriggja próftímabila eftir að stúd-
ent átti þess fyrst kost að þreyta prófið, og
þá einnig að hausti.
Með almennu Iögfræðinni er nú á fyrsta
ári haldið námskeið í heimspekilegum for-
spjallsvísindum. Prófið í þeirri grein er
haldið í desember, og vegur einkunn
20% einkunnar í almennri lögfræði-
Prófið í almennri lögfræði er haldið í maí-
mánuði, svo sem verið hefur. Skaðabóta-
réttur, sem fram að þessu hefur verið
kenndur í 2. hluta, verður eftirleiðis meðal
námsefnis í fjármunarétti í 1. hluta laga-
náms.
Prófi í raunhæfu verkefni hefur verið
skipt í tvö próf, og er gefin ein einkunn fyrir
hvort.
Pá hefur sú breyting verið gerð á reglurn
um próf að munnleg próf í lagadeild eru að
mestu felld niður. í fyrsta hluta eru öll próf
skrifleg fyrir þá, sem innritast hafa eftir 1-
júlí 1979. Stúdentar skráðir í lagadeild á
árinu 1975 og fyrr skulu þreyta munnlegt
og skriflegt lokapróf í kennslugreinum, sem
þeir hafa ekki lokið áfangaprófum í. Pessi
tilhögun gildir til haustprófa 1980.
Pá hefur reglum um tímamörk náms t
lagadeild verið breytt. Stúdent skal ljúka
prófi í almennri lögfræði er hann hefm
verið samfleytt í 2 ár í deildinni. Hann skal
ljúka prófi í 1. hluta eigi síðar en eftir 3jn
ára nám í deildinni og 2. hluta prófi, er hann
hefur verið við nám í 6 ár í deildinni. Emb-
ættisprófi skal hann ljúka ekki síðar en þeg'
ar hann hefur verið 8 ár í deildinni. Undan-
þágur má lagadeild veita frá þessum
ákvæðum vegna veikinda og svipaðra víta-
leysisástæðna.
Kennslu er nú lokið fyrir 1. apríl ár hvert-