Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 64
62
Árbók Háskóla ísiands
stjórn: Próf. Sveinn Skorri Höskuldsson,
forstöðumaöur, ásamt Vésteini Ólasyni
dósent og Örnólfi Thorssyni stud. mag.
Húsnœði. Stofnunin er til húsa á þriðju
hæð í Árnagarði.
Fjármál. Stofnuninni er úthlutað fé á
fjárlögum ríkisins. Auk þess hefur hún haft
ofurlitlar tekjur af bókaútgáfu og Vísinda-
sjóður hefur styrkt hana til útgáfu bók-
menntafræðilegrar uppsláttarbókar.
Rannsóknir og útgáfustarfsemi. Stofn-
unin gefur út fjórar ritraðir:
a) íslensk rit. Ritstjórn annast Njörður
P. Njarðvík, Óskar Ó. Halldórsson og
Vésteinn Ólason.
b) Studia Islartdica. Ritstjórn annast
Sveinn Skorri Höskuldsson. Þessar tvær
ritraðir eru gefnar út í samvinnu við Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs.
c) Frœðirit. Stjórn stofnunarinnar hefur
annast ritstjórn og ritröðin er gefin út í
samvinnu við Hið íslenska bókmenntafé-
lag.
d) B.A.-ritgerðir í íslenskum bók-
menntum og almennri bókmenntafrœði.
Ritstjórn annast Njörður P. Njarðvík. Pessi
ritröð er gefin út fjölrituð í litlu upplagi og
hefur stofnunin ein staðið fyrir öllum
kostnaði.
Þá hefur allt tímabilið 1976—79 verið
unnið að undirbúningi útgáfu bókmennta-
fræðilegrar uppsláttarbókar og 1978 réðst
dr. phil. Jakob Benediktsson til stofnunar-
innar sem ritstjóri þessarar bókar. Hefur
hann verið í hálfu starfi við verkið en auk
hans hafa stúdentar unnið að bókinni yfir
sumarmánuðina, lengst þeir Halldór
Guðmundsson og Örnólfur Thorsson.
Eftirtalin verk hefa komið út á vegum
stofnunarinnarl976—79:
a) Islensk rit:
I/ bindi. Jón Þorláksson, Kvœði.
Heimir Pálsson bjó til prentunar. Rvk.
1976.
II. bindi. Bjarni Thorarensen, Ljóðmœli.
Þorleifur Hauksson bjó til prentunar. Rvk.
1976.
III. bindi. Davíð Stefánson, Ljóð. Ólafur
Briem bjó til prentunar. Rvk. 1977.
IV. bindi. Þorgils gjallandi,5ög«/-. Þórð-
ur Helgason bjó til prentunar. Rvk. 1978.
V. bindi. Sagnadansar. Vésteinn Ólason
bjó til prentunar. Rvk. 1979.
b) Studia Islandica:
35. hefti. Silja Aðalsteinsdóttir, Pjóðfé-
lagsmynd íslenskra barnabóka. Athugun á
barnabókum íslenskra höfunda á árunum
1960—70. Rvk. 1976.
36. hefti. Richard Perkins, Flóamatma
saga, Gaulverjabœr and Haukr Erlendsson.
Rvk. 1978.
37. hefti. Bjarni Guðnason,Fyrsta sagan.
Rvk. 1978.
c) Fræðirit:
3. bindi. Óskar Halldórsson, Uppruni og
þema Hrafnkels sögu. Rvk. 1976.
4. bindi. Gerður Steinþórsdóttir,
Kvenlýsingar í sex Reykjavíkurskáldsögum
eftir seinni heimsstyrjöld. Rvk. 1979.
d) B.A.-ritgerðir í íslenskum bók-
menntum og almennri bókmenntafrœði:
Dagný Kristjánsdóttir, Frelsi og öryggi■
Um sögur Svövu Jakobsdóttur og íslenska
kvennahreyfingu. Rvlc. 1978.
Kristján J. Jónsson, Hver er maðurinn.
Athuganir á nokkrum atriðum í frásagn-
artækni og tilvísunum í Fljótt fljótt sagði
fuglinn eftirThor Vilhjálmsson. Rvk. 1978.
Þuríður Baxter, Sögumaður í Snörunni■
Frásagnaraðferð og félagslegur veruleiki.
Rvk. 1978.
Sveinn Skorri Höskuldsson