Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 65
Heimspekideild og fræðasvið hennar
63
Rannsóknastofnun í
sagnfræði
Samkvæmt reglugerð Sagnfræðistofnunar
eru aðalviðfangsefni hennar að sjá um
kennslu í sagnfræði við heimspekideild,
annast rannsóknir í greininni og gefa út
fræðirit. Eftir að námsnefndir komu til
starfa í kennslugreinum í heimspekideild,
með reglugerð 1977, hefur stjórn stofnun-
arinnar haft lítil afskipti af kennslu. Aðal-
viðfangsefni hennar á þessu skeiði hafa
verið rannsóknir, og tímafrekustu verk-
efnin sem unnið var að voru þessi:
* ■ Vesturheimsferðir íslendinga á 19. og
20. öld. Á árinu 1978 var lokið við að
semja samfellda skrá yfir alla ís-
lendinga sem fluttu til Vesturheims
1870—1920. Ætlunin er að gefa þessa
skrá út ásamt nafnalykli og fræðiriti um
Vesturheimsferðir eftir Helga Skúla
Kjartansson cand. mag., en ekki var
hægt að ráðast í úgáfuna að sinni vegna
fjárskorts.
B)'ggðasögurannsóknir. Stofnunin var
aðili að norrænni rannsóknaráætlun
um eyðingu byggðar á síðmiðöldum,
°g sá Björn Teitsson mag. art. um
rannsóknirnar af okkar hálfu. Pessum
rannsóknum var lokið á tímabilinu.
2- Skaftáreldar og Móðuharðindi. Haldið
var áfram rannsóknum á afleiðingum
Skaftárelda og Móðuharðinda, og er
stefnt að því að gefa út rit um efnið í
tilefni af því að tvær aldir verða liðnar
frá upphafi Skaftárelda 1983.
Miðstjóm og byggðarsamfélag á 18.
öld. Stofnunin á aðild að norrænni
rannsóknaráætlun um þetta efni og
tengir hana eigin rannsóknum á Skaft-
áreldum og Móðuharðindum. Gísli
Ág. Gunnlaugsson cand. mag. tók á
árinu 1979 við umsjón með þessum
verkefnum og annast hana í samráði
við stofnunarstjórn.
5. Ritaskrá um íslenska sögu. A árinu
1978 var byrjað að safna til skrár um
sagnfræðilegt efni í íslenskum bókum
og tímaritum. í>ví verki hefur verið
haldið áfram síðan, og er stefnt að því
að skráin verði tilbúin til útgáfu um
1983.
Útgáfustarf var lítið á þeim árum sem hér er
sagt frá. Stofnunarmenn hafa lengi haft hug
á að hleypa af stað ritröð með stuttum ritum
fjölrituðum, og meðan beðið var eftir að
ráðrúm yrði til að byrja hana kostaði stofn-
unin birtingu nokkurra ritgerða í tímaritinu
Sögu. Veturinn 1978—79 var loks hafinn
undirbúningur að nýrri ritröð, Ritsafni
Sagnfræðistofnunar. Verður meira af því að
frétta í næstu Árbók, og einnig af Sagn-
frœðirannsóknum, eldri ritröð stofnunar-
innar.
Sagnfræðistofnun átti aðild að norrænu
sagnfræðingaþingi í Prándheimi 1977 og
hóf árið 1979 undirbúning undir þátttöku í
næsta þingi, í Finnlandi 1981. Þá gerðist
stofnunin aðili að árlegum norrænum ráð-
stefnum um aðferðir í sagnfræði árið 1977.
Bókasafn á stofnunin nokkurt og varð-
veitir í rannsóknarherbergi sínu á Árna-
garði. Meginstofn þess er safn Guðna
Jónssonar prófessors sem erfingjar hans
gáfu, en leitast hefur verið við að auka það
nýjum bókum eftir því sem fjárhagur hefur
leyft.
Starfsmenn Sagnfræðistofnunar eru
fastráðnir kennarar í sagnfræði, sjö talsins.
Auk þess hafa ýmsir verið ráðnir til að
vinna að einstökum verkefnum um tak-
markaðan tíma. Auk þeirra sem nefndir eru