Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 69
Heimspekideild og frseðasvið hennar
67
Norwegian Religious Literature, Volume I;
það er, eins og nafnið bendir til, safn
Biblíutilvitnana í fornum norrænum ritum,
útgefandi Ian Kirby sem áður var prófessor
> ensku við Háskóla íslands en nú prófessor
1 Lausanne í Sviss. Síðara bindi, rneð skrám
°8 greinargerð um hin fornu rit, er nú í
Prentun. Stuttir textar eru gefnir út í ársriti
stofnunarinnar, Griplu.
2. Frœðirit. Hverri textaútgáfu fylgir inn-
Sangur þar sem gerð er ítarleg grein fyrir
ðhum handritum og fjallað um ýmsar
spurningar varðandi sjálf ritverkin sem út
eru gefin. Yfirgripsmeiri rannsóknir af
þessu tagi eru gefnar út sem sjálfstæðar
ðækur, og má frá umræddum tíma nefna
bðk Álfrúnar Gunnlaugsdóttur um
Tristramssögu (Tristán en el Norte). En
styttri rannsóknir eru birtar í ársriti stofn-
unarinnar, Griplu. Slíkar rannsóknir (og
utgáfur stuttra texta) eru einnig í afmælisriti
Jakobs Benediktssonar sem stofnunin gaf
ut og nefnist.Sydtí'w ritgerðir helgaðar Jakobi
Benediktssyni 20. júlí 1977.
Fjósprentanir handrita hafa ekki
komið út á þessu tímabili, en nokkrar slíkar
eru í undirbúningi.
Handritaskil
Skiptanefnd handritanna í Árnasafni og
Konungsbókhlöðu i Kaupmannahöfn hefur
haldið áfram störfum með sama hætti sem
fyrr. Hefur hún að jafnaði haldið fjóra fundi
á ári, og var 29. fundur haldinn haustið
1979. Nefndin hafði þá fjallað sérstaklega
um hvert íslenskt handrit í hinum dönsku
söfnum, en eftir var að ganga frá mörgum
vafaatriðum og útkljá ágreiningsmál.
Handritin halda áfram að berast heim
jafnt og þétt, og 1. október 1979 voru alls
komin heim 745 handrit úr Árnasafni og
2855 eftirrit fornbréfa. í fregnriti (Bulletin)
Árnastofnunar í Kaupmannahöfn, nr. 10,
11 og 12, er prentuð skrá yfir þessi 745
handrit. Á sama tíma höfðu borist úr Kon-
ungsbókhlöðu 17 handrit, að meðtöldum
handritunum tveimur sem komu 1971
(Flateyjarbók og Konungsbók eddu-
kvæða). Fer skrá yfir þessi 17 handrit hér á
eftir:
Gl. kgl. saml. 1005 fol. (Flateyjarbók)
// n 1012 n (Sturlunga saga o. fl.)
n n n 1157 " (Konungsbók Grágásar)
n n 1158a " (Grágás o. fl.)
n n 1158b " (Grágás o. fl.)
n 1169 " (Decategraphia eður Tíundar-skrá)
n n 2090 4to (Annálar 1045—1394)
n n 2365 // (Konungsbók eddukvæða)
n 2368 // (Snorra Edda)
n n n n 2380 " (Vigfús Jónsson: Sundurdeiling dagsins)
n 2394 n (íslensk-latnesk orðabók)
n n 2395 n (Specimen lexici islandico-latini)
n n 2846 n (Herrauðs rímur og Bósa)
n 2860 n (Jarðbruni Mývatnssveitar 1727—29)