Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 72
70
Árbók Háskóla íslands
þeim út tímabilið en varadeildarforseti varð
dr. Ragnar Ingimarsson prófessor.
Starfsliði deildarinnar fjölgaði nokkuð
eftir að 2. áfangi af húsi deildarinnar við
Hjarðarhaga var tekinn í notkun á
haustmisseri 1975. Fyrir voru aðeins tveir
fastir starfsmenn, deildarfulltrúi og hús- og
tækjavörður í áfanga 1, Sigtryggur Guð-
mundsson. Frá 1. jan. 1976 var Gunnhildur
Bjarnadóttir ráðin ritari í skrifstofu
deildarinnar og í kjölfar þess flutti
deildarskrifstofan starfsemi sína alveg í hið
nýja húsnæði í áfanga 2. Frá miðju ári 1976
var ráðinn tækjavörður í áfanga 2, Axel
Sölvason, svo og húsvörður, Magnús
Guðmundsson. Á fjárlögum 1976 fékkst
einnig hálf staða tækja- og dýravarðar fyrir
líffræðiskor. Frekari aukning hefur ekki
fengist á starfsliði deildarinnar, öðru en
kennurum, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og
ærna þörf. Um starfslið stofnana deildar-
innar er fjallað í skýrslum þeirra.
Kennsla
Á háskólaárinu 1977—1978 var veruleg
aukning á framboðinni kennslu á vegum
deildarinnar, bæði vegna fjölgunar nem-
enda og þó einkum vegna þess að hafin var
kennsla í matvælafræði. Er það síðasta nýja
námsleiðin sem opnuð hefur verið við
deildina, enda hefur aukin aðhaldsemi
fjármálayfirvalda hin síðari ár, bæði hvað
varðar rekstrarfé og nýjar stöður, komið í
veg fyrir frekari aukningu á starfsemi
deildarinnar. Á hún nóg með að halda uppi
þeirri starfsemi sem fyrir er svo viðhlítandi
sé.
Háskólaárið 1977—1978 voru alls
kennd í deildinni 263 námskeið sem metin
eru til eininga, en þá eru ótalin prófverk-
efni, rannsóknaverkefni og námsferðir, sem
nemendur fá einkunnir og einingar fyrir.
Háskólaárið 1978—1979 varð smá-
vægileg fækkun á kenndum námskeiðum.
Framboð á námskeiðum minnkaði þó ekki
heldur var felld niður kennsla í nokkrum
valnámskeiðum á þriðja ári þar sem nem-
endur voru fáir. Hefur hin síðari ár verið
horfið meira að því en áður að kenna slík
námskeið aðeins annað hvert ár í sparnað-
arskyni.
Námskeiðin, sem kennd voru háskóla-
árið 1978—1979, skiptust svo eftir skorum
og misserum.
Haustm. Vorm. Alls
Stærðfræðiskor 20 21 41
Eðlisfræðiskor 12 12 24
Efnafræðiskor 12 15 27
Verkfræðiskor, byggingarverkfr 13 14 27
Verkfræðiskor, vélaverkfræði 17 18 35
Verkfræðiskor, rafmagnsverkfr 15 15 30
Líffræðiskor 15 18 33
Jarðfræðiskor 15 24 39
119
137
256