Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 79
Verkfraeði- og raunvísindadeild og fraeðasvið hennar
77
Við upphaf haustmisseris 1979 höfðu auk
þess 35 manns lokið eins árs framhaldsnámi
1 líffræði við verkfræði- og raunvísindadeild
°g 15 manns höfðu lokið eins árs fram-
haldsnámi í jarðfræði. Möguleikar á slíku
framhaldsnámi eru nú fyrir hendi við
deildina í öllum raungreinum.
Norræni sumarskólinn í stærðfræði
Sumarið 1977, dagana 7.—25. ágúst, var
10. Norræni sumarskólinn í stærðfræði
haldinn að Laugarvatni. Til starfseminnar
fékkst verulegur styrkur frá Nordiska
forskarkurser og nokkurt viðbótarframlag
frá Háskóla íslands. Raunvísindastofnun
Háskólans lagði til skrifstofuþjónustu við
undirbúning starfsemi skólans. Veg og
vanda af undirbúningi höfðu Jón R. Stef-
ánsson og Eggert Briem en einnig átti Hall-
dór I. Elíasson þar talsverðan hlut að máli.
Þátttakendur frá Norðurlöndum voru 41
lalsins, þar af 6 íslendingar. Aðalfyrirlesar-
ar voru: Lennart Carleson, Stokkhólmi,
hJogens Flensted-Jensen, Kaupmanna-
^öfn, Sigurður Helgason, Boston, og Hugh
L. Montgomery, Ann Arbor.
Gistiprófessorar
H- Gudnason, prófessor í rekstrarfræði
v>ð Driftsteknisk Institut, Danmarks tek-
niske Hojskole, var gestaprófessor við véla-
Verkfræðilínu verkfræðiskorar á vormisseri
ly76. Leitað hafði verið til Driftsteknisk
nstitut þrem áum áður um aðstoð við að
°ma á kennslu við deildina í rekstrar-
fæðigreinum. Samdi prófessor Gudnason
aætlun um námið ásamt nokkrum öðrum
-’Grfsmönnum Driftsteknisk Institut og
höfðu fjórir þeirra komið hingað til kennslu
v'ö deildina í þessum greinum árin á undan
°8 dvalið hér skamma hríð hver.
Prófessor Gudnason kenndi hér nám-
skeiðið Stjórnun fyrirtækja. Var það einnig
auglýst opinberlega og sóttu það nokkrir
utan Háskóla íslands. Þá hélt prófessor
Gudnason og opinberan fyrirlestur á vegum
deildarinnar um rekstur fyrirtækja og notk-
un auðlinda.
Klaus Erlendur Kroner, associate pró-
fessor í iðnaðarverkfræði við University of
Massachusetts, var gestaprófessor við véla-
línu verkfræðiskorar á vormisseri 1979 og
kenndi námskeiðið Rekstrarfræði 2. Auk
þess hélt hann opinberan fyrirlestur á veg-
um deildarinnar og nokkur seminör. Pró-
fessor Kroner var búsettur hér á landi ásamt
foreldrum sínum á stríðsárunum og talar
ágæta íslensku.
Háskólafyrirlestrar
Dr. Gunnar Böðvarsson, prófessor við
ríkisháskólann í Oregon í Bandaríkjunum,
flutti í lok marsmánaðar 1977 fyrirlestur
um jarðvarma í boði verkfræði- og raun-
vísindadeildar.
Dr. Joseph L. Stevens, prófessor emeritus
við University of Virginia í Bandaríkjunum,
flutti í október og nóvember 1977 fyrir-
lestraröð á vegum verkfræði- og raunvís-
indadeildar undir sameiginlegu heiti
Tæknimat ogþjóðfélagsstefna (Technology
Assessment and Science Policy), alls sex
fyrirlestra. Voruþeirhaldnirdaganaó., 11.,
12. og 13. október og 14. og 16. nóvember.
Fjallaði hann í fyrirlestrunum um tengsl
tækninnar við ýmsa þætti þjóðfélagsins svo
og um tæknimat, framkvæmd þess og beit-
ingu. Fyrirlestrarnir voru fluttir í húsi
deildarinnar við Hjarðarhaga.
Ervin Poulsen, ingeniordocent við Dan-
marks Ingeniorakademi, flutti í boði
deildarinnar háskólafyrirlestur um