Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 81
Verkfraeði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
79
hafnarháskóla og prófessor Trausti Ein-
arsson.
Heiðursdoktor
Á fundi deildarráðs verkfræði- og raunvís-
indadeildar, höldnum 9. febrúar 1977, var
samþykkt einróma tillaga líffræðiskorar og
Líffræðistofnunar um að deildin sæmdi
Ingimar Óskarsson, náttúrufræðing,
heiðursdoktorsnafnbót, titlinum doctor
scientiarum honoris causa.
Afhending heiðursdoktorsskjalsins fór
ham 25. júní 1977 um leið og
hrautskráning kandídata fór fram.
Verkfræðistofnun Háskóla íslands
nóvember 1977 undirritaði mennta-
atálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson,
^eglugerð fyrir Verkfræðistofnun Háskóla
íslands, sem tók gildi 1. janúar 1978. Er
^eð stofnun Verkfræðistofnunar náð
aierkum áfanga á leið að því marki að
byggja upp verkfræðikennslu og verkfræði-
Þekkingu í landinu.
L>m starfsemi stofnunarinnar vísast til
skýrslu stjórnarformanns hennar.
Kynning á starfsemi deildarinnar
A tímabili því sem hér um ræðir var efnt til
v'ðtækrar kynningar á starfsemi deildar-
'nnar, einkum rannsóknarstarfseminni, að
wgöngu þáverandi deildarforseta dr.
L’uðmundar Eggertssonar og dr. Sigmund-
ar Guðbjarnasonar. Var tilgangurinn að
VeLja athygli á því mikla starfi sem unnið er
a Vegum deildarinnar og stofnana hennar á
sviði margháttaðra vísindarannsókna, er
ram fer að mestu í kyrrþey og allur al-
uienningur veit naumast um, og þá helst
j" l'r á, er einhver áþreifanlegur árangur
hefur fengist.
Kynningarstarfsemi þessi var tvíþætt.
Annarsvegar kynning í fjölmiðlum þar sem
þeim var gefinn kostur á að kynna sér
starfsemina með viðtölum og heimsóknum í
húsakynni deildarinnar og stofnana hennar,
svo og með erindaflutningi í hljóðvarpi.
Hins vegar útgáfustarfsemi.
Veturinn 1976—1977 var á vegum
deildarinnar flutt röð útvarpserinda um
rannsóknir í verkfræði- og raunvísindadeild
háskólans. Fer hér á eftir skrá yfir erindin,
sem alls voru fjórtán:
Guðmundur Eggertsson prófessor: Inn-
gangserindi (10. nóv. 1976).
Bragi Árnason prófessor: Rennsli vatns
um berggrunn íslands. Uppruni hvera og
linda (24. nóv. 1976).
Sveinbjörn Björnsson deildarstjóri:
Hraunhiti og háhiti (8. des. 1976).
Agnar Ingólfsson prófessor: Dýralíf í
fjörum (22. des. 1976).
Þorbjörn Karlsson prófessor: ölduspá á
hafinu umhverfis ísland (3. jan. 1977).
Þorleifur Einarsson prófessor: Rann-
sóknirá jarðlögumfrá ísöld (19. jan. 1977).
Halldór I. Elíasson prófessor: Hlutverk
stœrðfrœðinnar (2. febr. 1977).
Sigmundur Guðbjarnason prófessor:
Streituþol og hjartaskemmdir (16. febr.
1977).
Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor: Gerð
segulkorts af íslandi (2. mars 1977).
Arnþór Garðarsson prófessor: Rann-
sóknir áfuglastofnum við Mývatn (16. mars
1977).
Sigurður Steinþórsson dósent: Bergfrœði
með tilraunum (30. mars 1977).
Jónas Elíasson prófessor: Rannsóknir í
straumfrœði (13. apríl 1977).
Þorkell Helgason dósent: Rannsóknir í
reiknifrœði (27. apríl 1977).