Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 85
Verkfraeði- og raunvísindadeild og fraeðasvið hennar
83
aðar við verkefni, sem stofnunin hefur tekið
3ð sér fyrir aðrar ríkisstofnanir eða fyrir-
tæki og ráðið vegna þeirra fleiri starfsmenn
1 vinnu en fjárveiting úr ríkissjóði stendur
undir. Nokkur hluti teknanna er styrkir,
sem starfsmenn hljóta úr Vísindasjóði og
ððrum innlendum og erlendum sjóðum til
rannsóknarverkefna. Hlutfall launa og
rekstrargjalda er á bilinu 3—4 en er í reynd
nærri 55 þegar tillit er tekið til launa
kennara, sem ekki koma hér fram, enda
greidd af fjárveitingu háskólans.
Kennarar með aðstöðu til rannsókna við
stofnunina voru orðnir 28 í árslok 1979.
Stöður sérfræðinga voru þá 19, en auk
Þeirra voru við störf 7 sérfræðingar og 6
verkfræðingar, sem fengu laun sín greidd af
sértekjum. Ef 40% af vinnutíma kennara
eru talin til rannsókna nemur mannaflinn
43 ársverkum sérfræðinga, og rekstrargjöld
fyrir hvert ársverk 1979 verða 2,5 Mkr.
Heildarvelta stofnunarinnar 1979 var 480
^kr eða 11 Mkr fyrir hvert ársverk sér-
fræðivinnu. Sveinbjörn Björnsson
^kipan og hlutverk yfirstjórnar
^tjórn stofnunarinnar skipa forstöðumenn
rannsóknastofa og formaður stjórnar,
kjörnir af deildarráði verkfræði- og raun-
vrsindadeildar til fjögurra ára í senn. Auk
þess einn fulltrúi starfsmanna kjörinn á al-
rriennum fundi þeirra til eins árs í senn.
Stjórnin fjallar um öll sameiginleg málefni
rannsóknastofa, samþykkir rekstraráætl-
anir stofanna, tillögur um fjárveitingar og
skiptingu þeirra milli stofa. Stjórnin markar
stofnuninni stefnu í rannsóknum hvað
snertir val meiri háttar verkefna. For-
stöðumenn stofa hafa á hendi stjórn vís-
'ndalegra rannsókna og annast daglegan
rekstur þeirra, þ. á m. eftirlit með starfs-
mönnum stofunnar og fjármálum hennar.
Formaður stjórnar kemur fram fyrir
stofnunina í heild og er málsvari stjórnar-
innar og fulltrúi hennar innan stofnunar-
innar og utan. Hann hefur eftirlit með
framkvæmd á ákvörðunum stjórnarinnar.
Við stofnunina starfar fastráðinn fram-
kvæmdastjóri. Hlutverk hans er almenn
sýslan í umboði stjórnar. Hann annast
samskipti við viðskiptaaðila, ráðuneyti og
stofnanir þeirra, svo sem Ríkisbókhald og
Ríkisendurskoðun, þegar með þarf. Fram-
kvæmdastjóri lætur stjórninni í té upplýs-
ingar um stöðu fjármála. Undir hann falla
skrifstofuhald, rekstur og viðhald fasteigna,
svo og veikstæði stofnunarinnar.
Skrifstofan hefur með höndum afgreiðslu
reikninga, starfsmannahald, innflutning,
skjalavörslu, vélritun og aðra skrifstofu-
þjónustu.
Umsjónarmaður sér um viðhald húss
stofnunarinnar, hefur umsjón með ræstingu
hússins og rekstri bíla stofnunarinnar.
Á verkstæði vinnur tækjafræðingur, sem
sér um viðhald og nýsmíði áhalda og tækja.
1. Eðlisfræðistofa
Starfsemi
Með eðlisfræðistofu hefur verið lagður
grundvöllur að rannsóknum sérfræðinga og
kennara háskólans í eðlisfræði. Við stofuna
hafa lengst af einnig unnið lausráðnir,
háskólamenntaðir starfsmenn að ýmsum
verkefnum, einkum tæknilegum, sem kost-
uð eru með tekjum utan fjárlaga.
Enda þótt nokkur verkefni eðlisfræði-
stofu falli undir hreina eðlisfræði, hefur
meginþungi starfseminnar beinst að jarð-
eðlisfræðilegum verkefnum, enda eru engin