Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 86
84
Árbók Háskóla íslands
greinileg skil milli greinanna, en í jarö-
eðlisfræði bíða mörg áhugaverð verkefni
lausnar hér á landi. Loks hefur hönnun og
smíði rafeindatækja vegna eigin rannsókna
ávallt verið snar þáttur í störfum stofunnar,
og hefur þessi þáttur vaxið mjög hin síðustu
ár, eins og síðar verður vikið að.
Starfslið og húsnæði
Þrír sérfræðingar starfa við eðlisfræðistofu,
þar af einn fastráðinn, og fimm fastráðnir
kennarar, auk þess sem Sigfús Björnsson,
dósent í rafmagnsverkfræði, hefur nokkra
starfsaðstöðu á rafeindaverkstæði stofunn-
ar. Ennfremurhafa rafmagnsverkfræðingar
unnið við eðlisfræðistofu um árabil að
hönnun og smíði rafeindatækja. Flestir hafa
þeir verið sumarið 1979, en þá voru þeir
sjö.
Páll Theodórsson hefur verið forstöðu-
maður eðlisfræðistofu frá byrjun febrúar
1976.
Starfsemi stofunnar fer fram í húsi Raun-
vísindastofnunar við Dunhaga.
Verkefni
Hér verður stuttlega vikið að helstu verk-
efnum síðustu ára.
Mössbauermælingar
Árið 1971 gaf velunnari stofnunarinnar,
Eggert V. Briem, eðlisfræðistofu tæki, sem
ætluð eru til Mössbauermælinga.
Verkefni þetta er unnið á vegum Arnar
Helgasonar dósents í samvinnu við jarð-
fræðideild R.H. Fyrstu mælingarnar
beindust að því að kanna hvort og hvernig
nota mætti Mössbauerorkuófið til greininga
á bergsýnum. Lokið er ítarlegum mælingum
á bergsýnum úr borholu við Stardal, Búð-
arhrauni og bergstöðlum sem Níels Ósk-
arsson jarðfræðingur hefur tekið saman.
Viðamesta verkefnið að undanförnu
hefur þó tengst rannsóknum á glerkennd-
um hluta bergs. Athuguð er umgjörð
járnatóma (koordinationstölur) í kísil-
grindinni og gerðar mælingar á Fe 2+/Fe3+
hlutfalli sem falli af súrefnisþrýstingi í
kviku.
Segulmælingar úr fofti
Petta er sameiginlegt verkefni jarðeðlis-
fræðideildar og eðlisfræðistofu R.H. unnið
undir umsjón próf. Þorbjörns Sigurgeirs-
sonar.
Mælingin er gerð úr lítilli flugvél, sem
flýgur sjálfstýrð í fastri fjarlægð frá Lóran-
stöðinni á Snæfellsnesi. Til staðarákvarð-
ana er auk þess gerð fjarlægðarmæling til
ákveðinnar langbylgjustöðvar í Bretlandi,
og öðru hverju er tekin mynd af landinu
sem flogið er yfir. Staðsetningaraðferð
þessi, sem hefur verið þróuð á eðlisfræði-
stofu, gefur nokkur hundruð metra ná-
kvæmni, jafnvel þegar ekki sést til jarðar úr
flugvélinni. Nú hefur allt ísland verið mælt
að hluta Austfjarða undanskildum.
Úrvinnsla mælinganna hefur einkum
verið unnin af stúdentum í sumarvinnu, en
undirbúningur kortanna undir prentun fer
fram hjá Landmælingum íslands. Segul-
kortin eru í kvarða 1:250 000. Landið
skiptist í níu kort, og hafa tvö fyrstu kortin
þegar verið prentuð.
Þróun íssjár til mælinga á þykkt jökla
íssjá til þykktarmælinga á jöklum hefur
verið smíðuð í samvinnu við jarðeðlisfræði-
deild RH að frumkvæði Helga Björnssonar
jarðeðlisfræðings. Frumgerð íssjárinnar var
hönnuð og smíðuð við háskólann í Cam-
bridge, en endurbætt gerð smíðuð við
Raunvísindastofnun.