Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 87
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
85
Framleiðsla eldsneytis með raforku
Allt frá upphafi orkukreppunnar 1973 hef-
ur verð á innfluttu eldsneyti hækkað jafnt
°gþétt ogstórfelldarhækkaniráárinu 1979
hafa sett þjóðina í mikinn vanda. Próf.
^ragi Árnason benti í lok árs 1978 á, að
álitlegt virtist að framleiða eldsneyti (vetni,
metanól eða bensín) innanlands með hjálp
raforku. Bragi hefur unnið ötullega að
frekari athugunum á þessu máli og fór m. a.
1 sex vikna ferð um Bandaríkin til að kynna
ser ýmsa þætti orkumála í ljósi breyttra við-
horfa. Ferðin var farin á vegum Indepen-
dence Foundation og hún skipulögð af
Eisenhower Exchange Fellowships, Inc.
í október 1979 lauk Bragi við allmikla
skýrslu um möguleika á framleiðslu á
Ajótandi eldsneyti úr kolefni (kolum eða
mó) og vetni, sem unnið væri með raforku.
Su skýrsla er framlag Braga í vinnuhópi,
Sem athugar þessi mál á vegum Orkustofn-
unar.
Hönnun og smíði rafeindatækja
Allt frá fyrstu árum Eðlisfræðistofnunar
háskólans (1958) hefur hönnun og smíði
rafeindatækja verið snar þáttur í eðlis-
fræðirannsóknurrt við Háskóla íslands.
T'skjasmíðin hefur fyrst og fremst verið
Vegna eigin rannsókna, en nokkuð hefur þó
Verið smíðað af tækjum fyrir rannsóknir
annarra aðila.
Hin síðustu ár hafa nýjungar í rafeinda-
tækni leitt til hönnunar nýrra tækja og
endurbóta á eldri tækjum. Af þessu hefur
sProttið við eðlisfræðistofu markviss við-
feitni til að leggja grundvöll að framleiðslu
rafeindatækja, samtímis því að mikilvæg
verkefni í íslensku atvinnulífi yrðu leyst.
^ögnvaldur Ólafsson dósent hefur einkum
att frumkvæði að þessu verkefni og haft
umsjón þess með höndum. Vísir þess
myndaðist sumarið 1976, þegar Hjalti
Harðarson rafmagnsverkfræðingur var
ráðinn til að þróa frekar mælitækni, sem
Rögnvaldur hafði unnið að, en þar eru
mæliniðurstöður skráðar lotubundið í
tölvutækt form. Straumhvörf urðu í þessu
starfi sumarið 1978 þegar styrkir fengust
frá Iðnþróunarsjóði í Framkvæmdastofnun
ríkisins til þróunarstarfsins. Þróunin snýst
einkum um framangreind skráningartæki,
rafeindavogir og ýmsan rafeindabúnað fyrir
frystihús. Starf þetta hefur gengið vel, og
eru nú um 15 skráningartæki í notkun við
margvísleg verkefni, og nokkrar rafeinda-
vogir eru komnar í frystihús. Verið er að
semja (haustið 1979) við tvö fyrirtæki um
framleiðslu á skráningartækjunum og raf-
eindavogunum gegn leyfisgjaldi.
Sá árangur sem náðst hefur í þróun raf-
eindatækjanna þykir benda ótvírætt til að
starfsemi þessa beri að efla, en samtímis
þarf að móta henni skipulag, sem hentar
betur til lengri tíma en núverandi skipulag.
Til umræðu er m. a. að setja á laggirnar
sjálfseignarfyrirtæki til að annast þessa
starfsemi.
Önnur verkefni
Unnið hefur verið að margvíslegum öðrum
verkefnum:
— fræðilegum útreikningum varðandi
geimgeisla
— athugun á tölvuvinnslu mynda með það
að markmiði að draga verulega úr upp-
lýsingastreymi við setningu sjónvarps-
mynda
— rannsóknum á ísótópum vatns í zeolit-
kristöllum
— áframhaldandi rannsóknum á grunn-