Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 89
Verkfræði- og raunvísindadeiid og fræðasvið hennar
87
— könnun leiða til nýsmíði efna, ýmist
nýrra leiða að þekktum efnum eða
myndun nýrra efnasambanda
~~ könnun leiða til að nýta hugsanlegar
náttúruauðlindir landsins og leiða til að
skapa verðmæti úr lífrænum og ólífræn-
um aukaafurðum og úrgangi
~~ símenntun kennara, en með rann-
sóknastarfsemi er leitast við að endur-
nýja stöðugt fagþekkingu kennara og
auka víðsýni þeirra
~~ veita nýútskrifuðum efnafræðingum
tækifæri til rannsóknastarfaí 1—3 ár að
námi loknu.
Starfslið og húsnæði
Próf. Sigmundur Guðbjarnason var for-
stöðumaður efnafræðistofu, en auk hans
starfa við stofuna fjórir fastráðnir kennarar,
þmm sérfræðingar og tveir aðstoðarmenn.
Á tímabilinu fékkst ný sérfræðingsstaða til
starfa að rannsóknum á möguleikum líf-
efnavinnslu. Tveir kennarar efnafræði-
skorar, sem starfsaðstöðu hafa hjá
rannsóknastofnunum atvinnuveganna,
hafa einnig formlega aðstöðu í efnafræði-
stofu.
Starfsemi stofunnar fer að mestu fram í
húsi Raunvísindastofnunar við Dunhaga.
Helstu rannsóknaverkefni
Lífefnavinnsla
(Jón Bragi Bjarnason, Leifur Franzson)
Tilgangur þessa verkefnis er að einangra
ýmis lífefni, svo sem enzím og hormóna,
sem verðmæt og eftirsóknarverð geta talist,
úr íslenskum sjávardýrum, t. d. þorski, ufsa,
ýsu, hvölum o. fl. Kannað verður hversu
hreint og mikið efni er unnt að vinna úr
þessu hráefni. Einnig verður hráefni úr
sláturdýrum rannsakað, svo sem garna-
slíma úr sauðfé til heparínvinnslu.
Rannsóknir á enzímum úr
sjávardýrum
(Jón Bragi Bjarnason)
Tilgangurþessara rannsókna er að einangra
og kanna byggingu og starfshætti enzíma úr
sjávardýrum. Könnuð verður aminósýru-
samsetning og aminósýruröð peptídkeðja,
málm- sykur- og fituinnihald o. m. fl., auk
enzímstarfsemi með tilliti til hita og sýru-
stigs.
Ljóssundrun joðsambanda
(Kristján Kristjánsson)
Rannsóknir á joði og alkyljoðsamböndum,
einkum orkudreifingu þeirri, sem verður
milli brotanna sem myndast þegar joð eða
joðsambönd rofna um joðbindinginn vegna
örvunar með ljósi á sýnilega eða útfjólubláa
sviðinu.
Efnasmíð og bygging dithioformiata
(Ingvar Árnason, Sigurjón Ólafsson)
Tilgangur þessa verkefnis er efnasmíð á
nýjum flokki málmlífrænna efnasambanda,
nánar tiltekið organofosfórsubstitueruðum
dithioformiötum og efnasamböndum
þeirra. í framhaldi af efnasmíð ög ná-
kvæmri efnagreiningu fer fram rannsókn á
byggingu og eiginleikum sameindanna.
Rannsóknir á karbosilönum
(Ingvar Árnason)
Tilgangur þessa verkefnis er að smíða ný
sexatóma hringsambönd með tiltölulega
stórum og rúmfrekum lífrænum hópum