Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 90
Árbók Háskóla íslands
tengdum kísilatómum og rannsaka hreyfan-
leika þeirra meö kjarnarófsmælingum við
breytilegt hitastig.
Varmaaflfræði vökva
(Steingrímur Baldursson)
Tilgangur þessara rannsókna er að kanna
fræðilegangrundvöllþeirranálgunaraðferða,
sem nú eru mest notaðar til að reikna út
eiginleika vökva seni eru í jafnvægi. Með því
að beita aðferðum tölfræðilegrar varmaafl-
fræði á að vera hægt að reikna út ýmsa eigin-
leika efna sem eru í jafnvægi, ef vitað er, hvers
konar kraftar verka milli sameinda þeirra.
Áhrif aldurs, fæðu og streitu á
fituefnasamsetningu í hjartavöðva
(SigmundurGuðbjarnason, Barbara Doell,
Unnur Steingrímsdóttir, Aðalsteinn
Emilsson, Snorri Sigmundsson)
Tilgangur þessara rannsókna er að athuga,
hvort og hvernig hinir ýmsu áhættuþættir
kransæðasjúkdóma hafa áhrif á efnasam-
setningu hjartavöðva. Rannsóknir þessar
beinast fyrst um sinn að fitusýrusam-
setningu fosfólipíða og annarra fituefna í
hjartavöðva. Fosfolipiðar eru mikilvægar
byggingareinin^ar í margvíslegum himnum
hjartafrumunnar, en í himnum þessum fer
orkuvinnslan fram, og í gegnum himnurnar
berast öll efni til og frá frumunni og ein-
stökum frumuhlutum. Fosfolipíðar eru
mikilvægir fyrir byggingu, starfshæfni og
virkni himnubundinna hvata.
Fituefni í mannshjarta og skyndilegur
hjartadauði
(Sigmundur Guðbjarnason, Guðrún Ósk-
arsdóttir, Roshan Eggertsson, Jónas Hall-
grímsson)
Tilgangur þessa verkefnis er að kanna,
hvort ákveðnar breytingar á magni eða
samsetningu fituefna í hjartavöðva séu
samfara eða jafnvel undanfari skyndilegs
hjartadauða hjá mönnum. Samanburður er
gerður á magni og fitusýrusamsetningu
ýmissa fituefna í hjörtum manna, sem dáið
höfðu skyndilegum slysadauða eða
skyndilegum hjartadauða (með eða án
verulegra kransæðaþrengsla). Niðurstöður
benda til þess að finna megi fernskonar teg-
undir breytinga á fituefnum í hjörtum
manna, sem dóu skyndilegum hjartadauða.
Einnig virðist stöðugleiki fosfolipíða í
hjartavöðva vera háður fitusýrusamsetn-
ingu — minnkandi stöðugleiki með vaxandi
ómettun fitusýra.
Hugmyndir um framtíðarþróun
Efnafræðin fjallar um tegundir efna, eðli
þeirra og eiginleika, samsetningu og upp-
byggingu, nýsmíði og ummyndanir. Hún
fjallar um lífræn og ólífræn efni, um efni í og
á jörðu og utan jarðar, um efnasamsetningu
einföldustu lífvera og um flókna efnaferla í
líffærum dýra og manna.
Starfsvettvangur efnafræðinga er mjög
breiður: framleiðsla, þjónusta og rann-
sóknir, og verða rannsóknarverkefni á sviði
efnafræði margvísleg og sundurleit. Rann-
sóknarverkefni efnafræðikennara við Há-
skóla íslands eru á sviði jarðefnafræði, eðl-
isefnafræði, ólífrænnar efnafræði, lífrænnar
efnafræði, lífefnafræði, næringarefnafræði,
matvælaefnafræði og hafefnafræði.
Rannsóknaraðstaða við efnafræðistofu
R. H. er takmörkuð, bæði húsnæði og
tækjabúnaður. Viðfangsefnin eru einkum á
sviði lífefnafræði, ólífrænnar efnafræði og
eðlisefnafræði. Með bættri aðstöðu er fyrir-
hugað að auka rannsóknir í lífrænni efna-
fræði, matvælaefnafræði og næringarefna-
fræði. Auknar rannsóknir á sviði næringar-
efnafræði, matvælaefnafræði og matvæla-