Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 92
90
Árbók Háskóla íslands
deildina eru þjónustuverkefni, sem kalla á
einhverjar nýjungar í rannsóknaraðferð-
um.
Samvinna hefur verið við aðrar deildir
Raunvísindastofnunar, einkum jarðeðlis-
fræðideild og við Norrænu eldfjallastöðina,
á sviði bergfræði og jarðefnafræði og um
rannsóknir á Kröflusvæðinu. Tækjakostur
eldf jallastöðvarinnar og jarðfræðideildar er
nýttur sameiginlega.
Starfslið og húsnæði
Jarðfræðideild hefur til umráða þriðjung af
jarðfræðahúsi H. í. á móti þriðjungum
jarðfræðiskorar verkfræði- og raunvísinda-
deildar og Norrænu eldfjallastöðvarinnar.
Auk forstöðumanns jarðvísindastofu starfa
við jarðfræðideild þrír fastráðnir kennarar,
þrír sérfræðingar, tveir tækjafræðingar og
einn skrifstofumaður.
Verkefni
Hér verður stuttlega vikið að helstu verk-
efnum síðustu ára.
Bergfræði
Lokið var við handrit að stórri yfirlitsgrein
um bergfræði íslenska basaltsins, sam-
vinnuverkefni Guðmundar E. Sigvalda-
sonar og Níelsar Óskarssonar á Norrænu
eldfjallastöðinni, og Sigurðar Steinþórs-
sonar á Raunvísindastofnun. Ritgerð þessi
er árangur tæplega 10 ára rannsókna, sem
hafa náð til sýna af öllum helstu gosmynd-
unum síðustu 700.000 ára í landinu. í stuttu
máli er leitast við að tengja bergfræði
landsins við nútíma hugmyndir um jarð-
skorpuhreyfingar með aðstoð líkans dr.
Guðmundar Pálmasonar af hreyfingum
efnisins hið næsta gosbeltum. Telja höf-
undar, að þeim hafi tekist að fella alla helstu
þætti bergfræðinnar, bæði aðalefni, snefil-
efni og ísotópa, inn í þessa heildarmynd
stórum betur en áður.
Allár götur síðan 1975 hefur verið unnið
að því að byggja upp tilraunastofu í berg-
fræði, og er stefnt að því að þar verði í
náinni framtíð bræðsluofnar, sem spanni í
hitastigi og þrýstingi frá 500°C—2200°C og
1—50 000 loftþyngdir (svarandi til um
150km dýpis í jörðinni). Með þessum ofn-
um verður leitast við að líkja eftir ferli bergs
og bergbráða við yfirborð, í jarðskorpunni
og í efri hluta jarðmöttulsins, þar sem álitið
er, að bráðir þessar myndist. Sumarið 1979
var hafin rannsókn á áhrifum blöndunar
tveggja bergbráða með röð tilrauna og
fræðilegum útreikningum. Pessu verki var
haldið áfram í Múnchen, þar sem Sigurður
Steinþórsson var í rannsóknaleyfi háskóla-
árið 1979—80.
Ýmsir rannsóknamenn hafa leitt að því
gild rök, að súra bergið á íslandi sé upp-
runnið við hlutbráðnun í vötnuðu basalti.
Hins vegar geta þessar súru bráðir blandast
basaltbráð og þannig breytt efnasamsetn-
ingu hennar, og það er tilgangur þessa
verkefnis að mæla og reikna út slík ferli og
bera niðurstöðurnar saman við náttúrlegar
bergsyrpur. Árný E. Sveinbjörnsdóttir
vann, undir stjórn Sigurðar Steinþórssonar,
að bergfræði Eldfellshrauns. Tilgangur
verkefnisins var tvíþættur: Að kanna al-
menna bergfræði hraunsins, einkum með
tilliti til mynsturgerðar þess (textúr), og að
mæla storknunarstig þess til að mæla hve
mikill varmi væri bundinn í hrauninu, sem
nýta mætti til hitaveitu í Vestmannaeyjum-
Jarðefnafræði
Unnið er að þróun tækni til sjálfvirkra
mælinga á efnasamsetningu vatns og Ioft-