Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 93
Verkfraeði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
91
tegunda í hverum og við virkar eldstöðvar. í
þessu skyni var smíðaður mælir, sem mælir
styrk vetnis í gasi, og settir upp fjórir slíkir
v>ð Kröflu í samvinnu við menn frá Banda-
rísku jarðfræðistofnuninni. Síðan hafa þeir
Ævar Jóhannesson og Sigurður Steinþórs-
son unnið að því að endurbæta þessa tækni
til þess að mæla fleiri Iofttegundir, og sett
var upp mælistöð á Leirhnjúk er mælir, auk
vetnisstyrks, bæði hitastig og leiðni gassins.
Er stefnt að því í framtíðinni að koma upp
slíkum stöðvum víðar, sem fylgjast með
ýmsum áhugaverðum þáttum í samsetningu
gufu og vatns, með það í huga að mæla
breytingar, sem verða í samsetningu þeirra
á undan eða samfara eldgosum eða jarð-
hræringum. Kann svo að fara, að þessi að-
ferð geti reynst gagnleg við að segja fyrir
urn slíkar náttúruhamfarir. í sambandi við
þetta verkefni smíðaði Ævar Jóhannesson
htla vindrafstöð til að framleiða orku fyrir
mælistöðina, og eru nú þegar allmargar
slíkar í notkun við mælistöðvar Raunvís-
'ndastofnunar og Norrænu eldfjallastöðv-
arinnar víða um land.
Efnafraeðj jarðhitavatns
(Stefán Arnórsson)
Ennið er að gerð tölvuprógramms fyrir út-
reikning á styrk 57 efnasambanda í vatns-
'ausn í hitabilinu 0—370°C, ennfremur
hreifingu 6 lofttegunda milli vatns og gufu
yfir sama hitabil. Prógrammið nær yfir út-
reikning á samsetningu djúpvatns miðað
v,ð efnagreiningargögn úr gufuborholum,
verum, sem hafa tapað gufu neðanjarðar,
osoðið jarðhitavatn og kalt vatn. Tilgangur
Pessa rannsóknarverks er m. a. sá að sýna
ram á hvaða steindajafnvægi ráða efna-
samsetningu jarðhitavatns og kalds vatns.
etta verk er langt komið. Það er unnið í
samvinnu við Sven P. Sigurðsson dósent og
Einar Hörð Svavarsson, jarðfræðing á
Orkustofnun.
Þróun efnagreiningaraðferðar fyrir járn í
vatni, sem hentar vel fyrir styrk á bilinu
I—1000 míkrogrömm í lítra. Verkið er
unnið í samvinnu við Einar Gunnlaugsson á
Orkustofnun.
Söfnun 50—60 sýna af heitu vatni víðs-
vegar af landinu, sem sýnir sem mestan
breytileika í hitastigi og seltu. Greina skal
öll aðalefni og ýmis sporefni. Tilgangur
þessa verks er að athuga með aðstoð tölvu-
prógrammsins, sem lýst var í 1. lið, hvaða
steindajafnvægi ráða efnainnihaldi jarð-
hitavatns í basalti og í súru gosbergi. Vinna
við þetta verk hefst, þegar verkum 1 og 2 er
að mestu lokið. Það verður unnið með Ein-
ari Gunnlaugssyni á Orkustofnun.
Útfærsla á endurbættri aðferð til að meta
kísilhita í jarðhitavatni með hátt sýrustig.
Notagildi á 018 dreifingu milli súlfats og
vatns sem ísótópajarðhitamælis. Unnið í
samvinnu við A. H. Truesdell, Bandarísku
jarðfræðistofnuninni, Menlo Park.
Beiting gjóskutímatals
(Sigurður Pórarinsson, Guðrún Larsen)
Gjóskutímatal eða tefrókrónólógía er
tímatalsaðferð, sem byggir á könnun gjósku
(= loftborinna fastra gosefna) í jarðvegi.
Hefur þessi aðferð reynst næsta þarflegt
þing hérlendis og henni verið beitt í
sambandi við:
1. Rannsóknir á gossögu einstakra eld-
stöðva.
2. Rannsóknir á landmótun af ýmsu tagi,
einkum vindrofi og vatnsrofi.
3. Jöklarannsóknir.
4. Könnun á aldri rústa og stórtígla á há-
lendissvæðum.