Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 94
92
Árbók Háskóla islands
5. Frjógreiningu.
6. Fornleifarannsóknir.
7. Tengingu gjóskutímatalsins við önnur
lönd.
Á vegum jarðfræðideildar hefur hin síð-
ustu árin tímatali þessu verið beitt af
Sigurði Þórarinssyni og Guðrúnu Larsen m.
a. til framhaldskönnunar á gossögu Kötlu. í
samvinnu við Einar H. Einarsson á
Skammadalshóli hefur verið gert nákvæmt
kort af þykkt og útbreiðslu gjóskulags úr
Kötlu, sem er aðeins yngra en ljósa gjóskan
úr Öræfajökulsgosinu mikla 1362. Þetta
Kötlugos hefur lagt mikinn hluta Mýrdals í
eyði, eitt ár eða meir, en hefur ekki áður
verið við Kötlu kennt. Gjóskutímatalinu
var einnig beitt við rannsóknir á aldri fornra
sandkafla í Mýrdal, fornra „akra“ í Vestur-
Skaftafellssýslu og fornra eyðibýla í Suður-
Þingeyjarsýslu og Hrafnkelsdal. Rann-
sóknir í Hrafnkelsdal og á Brúaröræfum,
sem unnið var að í samvinnu við Sveinbjörn
Rafnsson og Stefán Aðalsteinsson, með
styrk úr Vísindasjóði, hafa leitt í Ijós, að
nokkuð margir bæir voru í og við Hrafn-
kelsdal alllöngu áður en það Ijósa öskulag
féll, sem örugglega er frá 12. öld og nær
örugglega úr Heklugosinu 1104, þótt ekki
sé enn alveg útilokað, að það sé úr gosi
1158. Byggð var einnig í Brúardölum all-
löngu áður en ljósa lagið féll.
Nýlegar rannsóknir danska vísinda-
mannsins C. U. Hammers á ískjörnum úr
meginjökli Grænlands hafa leitt í Ijós, að
með mælingum á leiðni rafmagns í ískjörn-
unum er hægt að finna og aldursákvarða
stór eldgos. Samvinna er hafin við Hammer
um leit að íslenskum eldgosum í kjörnunum
og lofar góðu.
Jökiafræði
(Helgi Björnsson)
Unnið var að rannsóknum á orsökum jök-
ulhlaupa frá jarðhitasvæðum, eldstöðvum
og jaðarlónum. í Ijósi þessara rannsókna
hafa orsakir jökulhlaupa í Skeiðará og
Skaftá verið skýrðar.
Sumarið 1976 hófust mælingar á þykkt
jökla á íslandi með rafsegulbylgjum. Þess-
um mælingum er nú haldið áfram á vegum
jarðeðlisfræðideildar og vísast til nánari
lýsingar á verkefnum hennar.
ísaldarjarðfræði og setlagafræði
(Þorleifur Einarsson, Jón Eiríksson)
Jarðfræðirannsóknir á Tjörnesi hafa staðið
yfir mörg undanfarin ár. Einkum var unnið
að setfræðirannsóknum í Breiðavík, en
jarðlög þar eru frá fyrri hluta ísaldar. Set-
fræðirannsóknir af þessu tagi hafa ekki
verið gerðar hérlendis áður, og munu þær
að líkindum varpa ljósi yfir ýmsar um-
hverfisaðstæður á fyrri hluta ísaldar. Hafn-
ar eru undirbúningsathuganir á jökul-
bergslögunt á Suðurlandi með tilliti til
hringferilsins hlýskeið-jökulskeið-hlýskeið
svo og nándar við sjó.
Unnið er að samningu flokkaðrar skrár
um rit og greinar, sem íslenskir og erlendir
vísindamenn hafa birt á árununt
1900—1975 um jökulurðir og jökulberg á
íslandi og öðrum Norðurlöndum.
Steingervingafræði
(Leifur Símonarson)
Lokið var rannsókn á hlýskeiðslögum í
Umanakfirði á Vestur-Grænlandi. Lög
þessi eru að mörgu leyti athyglisverð, enda
einu hlýskeiðslögin, sem fundist hafa á