Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 95
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
93
Grænlandi. Þar er að finna tegunda-auðuga
sædýrafánu, einkum lindýr (snígla og sam-
'°kur), sem svipar mjög til sædýrafánunnar
við Vesturland. Setlög þessi eru talin
mynduð á síðasta hlýskeiði, og rannsókn
þeirra virðist auka talsverðu við þá litlu
þekkingu, sem við höfum um þetta skeið á
norðurslóð. Haldið er áfram rannsókn á
sælindýrum í Tjörneslögum. Einkum hefur
verið logð áhersla á rannsóknir á samloku-
ættkvíslunum Mytilus og Cyrtodaria. Þá er
nnnið að rannsókn á jarðlögum frá síðjök-
ultíma á svæði við Kópasker, einkum í
Hvalvík. Þar eru sjávarsetlög með dýra-
'eifum, sem sýna vel baráttu sjávardýra við
mjög hraða setmyndun í nálægð hopandi
jökuls.
Tímatalsfræði
(Kristinn J. Albertsson)
Hotuð er K/Ar aldursgreining til að
úkvarða aldur bergs og jarðlaga víða á
Hndinu. Markmiðið er að koma upp sam-
ræmdum tímakvarða fyrir síðustu ármillj-
ónir í sögu landsins og tengja hann m. a.
'ögurn með steingervingum, sem veita
upplýsingar um loftslag.
^u9myndir um framtíðarþróun
starfseminnar
E>ns og áður var sagt, hefur jarðfræðideild
(fiðjung jarðfræðahúss til umráða, en í
húsinu er að auki Norræna eldfjallastöðin,
°g þar er einnig aðsetur mest allrar kennslu
háskólans í jarðfræði og landafræði. Húsið
er nú þegar orðið of þröngt. Starfsmenn
Jarðfræðideildar telja samvist við eldfjalla-
sröðina svo mikilvæga, að henni megi ekki
r,f'u, enda nýta þessar stofnanir saman ýmis
t®ki, efnagreiningastofu og bókasafn. Á
hinn bóginn er það bagalegt, að jarðeðlis-
fræðideild er til húsa á öðrum stað. Við
byggingu frekara húsnæðis þyrfti að sjásvo
til, að öll jarðvísindastarfsemin geti verið
undir einu þaki.
Eðlilegt væri, að undirstöðurannsóknir í
jarðfræði flyttust sem mest til háskólans,
m. a. með sameiningu starfsemi Náttúru-
fræðistofnunar og starfsemi háskólans á
hennar sviðum. Með nýjum mönnum er nú
lögð aukin áhersla á jarðhitarannsóknir,
einkum jarðefnafræði vatns og bergs. Á
sviði bergfræði eru bræðslutilraunir greini-
lega vaxtarbroddur, enda mikið verkefni
þar óunnið, bæði í tilraunum og fræðilegri
úrvinnslu. Deildin stendur þar vel að vígi
vegna aðgangs að örgreini eldfjallastöðvar,
sem gerir kleifa heildarúrvinnslu sýnanna.
Á síðustu árum hefur tækni við gjósku-
rannsóknir verið endurbætt, ekki síst vegna
tilkomu örgreinisins. Vonir standa til, að
fáein sýni úr gjóskulagi nægi til að rekja
uppruna þess til eldstöðvar. Jarðfræðahús
má teljast allvel búið tækjum eftir því sem
tíðkaðist við sambærilegar erlendar stofn-
anir fyrir 10—15 árum. í næstu framtíð
verður unnið að því að endurnýja ýmis tæki
á efnarannsóknastofunni, ekki síst með
þarfir jarðhitarannsókna fyrir augum. Lík-
legt er að stofur Raunvísindastofnunar
sameinist um kaup á nýjum massagreini til
frekara átaks í ísótópamælingum, einkum
vegna jarðhitarannsókna.
3. 2. Jarðeðlisfræðideild
Starfsemi hennar og markmið
Eins og vera ber í háskólastofnun, hafa
rannsóknum jarðeðlisfræðideildar ekki
verið settar ákveðnar skorður né skyldur í