Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 96
94
Árbók Háskóla islands
reglugerðum. En svo sem við má búast,
snúast þær að langmestu leyti um ísland og
hafsbotninn umhverfis. Bæði er jarðfræði
landsins forvitnileg vegna legu þess á út-
hafshryggjum og vegna eidvirkni þess, og
einnig eru jarðeðlisfræðilegar rannsóknir
mikilvægar hérlendis í sambandi við ýmsar
framkvæmdir, ekki síst í orkumálum.
Einstök verkefni, sem unnið er að, hafa
síðan að mestu þróast upp úr hugmyndum
eða tækni, sem starfsmenn deiidarinnar eða
erlendir leiðangrar hafa flutt með sér hing-
að og þótt hafa vænleg til vísindaiegs árang-
urs. Vegna takmarkaðs fjárhags hefur
einkum verið lögð áhersla á rannsóknir á
jarðskorpunni eða efstu lögum hennar, sem
útheimta yfirleitt ekki fyrirferðarmikinn
tækjakost.
Samvinna um tækjasmíð og framkvæmd
rannsókna við aðra aðila innan háskólans
og Norrænu eldfjallastöðvarinnar er all-
nokkur, enda getur ýmis starfsemi, sem þar
er rekin, talist til jarðeðlisfræði. Þó mætti
vafalaust auka þessa samvinnu enn.
Samvinna, útseld þjónusta og aðstoð við
einstaka aðila utan H. í., þar með erlendar
stofnanir, er mikil og fjölbreytt; helsti sam-
starfsaðilinn er að líkindum jarðhitadeild
Orkustofnunar. Hins vegar er þátttaka
jarðeðlisfræðideildar í skipulögðum al-
þjóðlegum rannsóknaáætlunum lítil.
Mikið er gefið út af greinum og skýrslum.
Ýmsar af niðurstöðum rannsókna við
deildina hafa vakið athygli innanlands og
utan og haft varanlegt gildi til skilnings á
mikilvægum, algengum eða hnattrænum
jarðeðlisfræðilegum fyrirbrigðum.
Starfslið
Deildarstjóri var Sveinbjörn Björnsson,
fram til 1. 7. 78, en síðan Leó Kristjánsson.
Við deildina starfa nú þrír fastráðnir kenn-
arar, þrír sérfræðingar og tveir aðstoðar-
sérfræðingar.
Verkefni
Þeim verkefnum, sem unnið hefur verið að
á árunum 1976—79, má í grófum dráttum
skipta í fjóra flokka:
a. Skjálftavirkni og hreyfingar bergs. (S. B.,
P. E„ T. E., E. T„ B. B„ G. F.):
— Uppbygging og rekstur nets af síritandi
skjálftastöðvum um landið, einkum á virk-
um svæðum.
— Rannsóknir á dreifingu skjálfta í tíma
og rúmi á íslandi og við það, bæði nú og
undanfarna áratugi og aldir.
— Tengsl skjálftavirkni við úthafshrygg-
ina, eldstöðvar og jarðhita.
— Eiginleikar háhitasvæða.
— Stærð, stefna og orsakir láréttra og
lóðréttra jarðskorpuhreyfinga.
— Jarðskjálftahætta og leiðir til að afstýra
tjóni af völdum skjálfta og eldvirkni.
— Gerð og þykkt jarðskorpunnar undir
landinu.
b. Segulmœlingar. (L. K„ T. E. og Porbjörn
Sigurgeirsson, eðlisfræðistofu):
— Segulsviðsmælingar yfir íslandi og
landgrunninu, úrvinnsla þeirra og jarð-
fræðileg túlkun.
— Rannsóknir á uppbyggingu og aldri
jarðlagastaflans (stratigrafi) með hjálp seg-
ulstefnu bergsins.
— Áhrif jarðhitaummyndunar á segul-
magn blágrýtis.
— Eiginleikar jarðsegulsviðsins sl. 15
millj. ára.
c. Jöklarannsóknir. (Frá haustinu 1978, H-
B.):