Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 99
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
97
hverju ári frá 1976. Pað hefur einnig notið
mikilvægra styrkja frá Eggert V. Briem.
Hugmyndir um framtíðarþróun næstu
ára
Verkefni jarðeðlisfræðideildar eru flest
langtímaverkefni og eru ekki fyrirsjáan-
'egar á þeim stórbreytingar án aukins fjár-
°g mannafla. Pó munu þau væntanlega
njóta þeirra öru framfara, sent nú eru að
verða í hverskonar gagnaöflunar- og
gagnavinnslutækni. Vegna aðsteðjandi
orkuvandamála er líklegt, að þátttaka jarð-
eðlisfræðideildar í rannsóknum tengdum
orkuöflun, t. d. á megineldstöðvum, muni
aukast.
Þá munu jöklarannsóknir væntanlega
eflast með nýjurn starfskröftum og
óatnandi tækjakosti til mælinga á jöklum og
jökulís.
3- Háloftadeild
Starfsliö og húsnæði
Pastir starfsmenn háloftadeildar eru þrír:
Euin sérfræðingur, dr. Þorsteinn Sæ-
mundsson, sem jafnframt er deildarstjóri,
°8 aðstoðarmenn, Þorgerður Sigurgeirs-
óóttir (í hlutastarfi) og umsjónarmaður
Segulmælingarstöðvar (í fullu starfi).
Deildin er til húsa í byggingu Raun-
vísindastofnunar háskólans við Dunhaga.
^'arfsemi á vegum deildarinnar fer einnig
ftam nokkurn hluta úr degi hverjum í fyrr-
nefndri segulmælingastöð sem deildin rek-
Ur í Leirvogi í Mosfellssveit.
Starfsemi
yerkefni háloftadeildar á tímabilinu
76^1979 voru sem hér segir:
' Segulmælingar.
2. Ríómælingar.
3. Norðurljósaathuganir.
4. Almanak háskólans (íslandsalmanak-
ið).
Segulmælingar hafa frá öndverðu verið að-
alviðfangsefni háloftadeildar. Mælingar
þessar eru gerðar í þeim tilgangi að kanna
breytingar sem verða á segulsviði jarðar,
bæði skammtímabreytingar og langtíma-
breytingar. Mælingarnar fara að mestu leyti
fram í Leirvogsstöðinni, en samanburð-
armælingar eru stöku sinnum gerðar úti á
landi.
Bráðabirgðaniðurstöður segulmælinga
eru sendar mánaðarlega til gagnamiðstöðva
austan hafs og vestan. Jafnframt sinnir
deildin að staðaldri beiðnum erlendis frá
um upplýsingar er varða segulmælingarnar.
Slíkar óskir koma frá stofnunum og ein-
staklingum, oft í tengslum við jarðeðlis-
fræðilegar rannsóknir með gervitunglum.
Innanlands hafa upplýsingar aðallega verið
veittar aðilum sem fást við annars konar
segulmælingar og kortagerð, þar á meðal
gerð sjókorta og flugkorta.
Ríómœlingar, sem einnig fara fram í mæl-
ingastöðinni í Leirvogi, miða að því að
kanna breytingar á rafhvolfi jarðar með því
að fylgjast með styrkleika rafbylgna sem
berast utan úr himingeimnum.
Norðurljósaathuganir, sem legið hafa niðri
um skeið, voru teknar upp tímabundið á
árinu 1977 í tengslum við háloftarann-
sóknir á Grænlandi. Var norðurljósa-
myndavél í Leirvogi notuð við þessar at-
huganir.
Fjölþjóðleg samvinna. í ársbyrjun 1976
hófst alþjóðasamvinna um segulhvolfs-
rannsóknir, sem standa mun til ársloka
1979. Sérstök áhersla hefur verið lögð á
7