Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 100
98
Árbók Háskóia islands
mælingar í norður- og suðurljósabeltununr
og samanburð við mælingar í gervitunglunr.
Vegna legu íslands varð Iandið einhver
ntikilvægasti staðurinn í þessari rannsókna-
áætlun, og hafa fjölmargir erlendir aðilar
(einkum frá Bretlandi, Þýskalandi og
Japan) haft samvinnu við háloftadeild um
ýmiss konar mælingar. Hefur deildin tekið
að sér rekstur viðbótartækja í mælinga-
stöðinni í Leirvogi og veitt fyrirgreiðslu í
sambandi við uppsetningu mælitækja á
öðrum stöðum á landinu (Húsafelli,
Þingeyri, ísafirði, Reykjaskóla, Hveravöll-
um, Siglufirði, Þórshöfn, Eiðum og Fagur-
hólsmýri). Starfsemi þessi náði hámarki á
árunum 1977—78, en er nú um það bil að
ljúka.
önnur starfsemi. í Leirvogsstöðinni fer
fram nrjög nákvæm tímaskráning, og að ósk
símstjórans í Reykjavík hefur þar daglega
verið fylgst með gangi símaklukkunnar (04)
og gert viðvart um frávik frá réttum tíma.
Háloftadeild gefur út árlega skýrslu á
ensku (Leirvogur Magnetic Results), og er
skýrslan send aðilunr sem fást við skyldar
rannsóknir erlendis. Skýrslan um árið 1978
er nýlega komin út.
Útgáfa almanaks háskólans (íslandsal-
manaksins) er í umsjá deildarstjóra og er
verulegur hluti af starfi hans. Þessunr þætti
starfsins fylgir töluverð þjónustustarfsemi
vegna tíðra fyrirspurna frá einstaklingum,
fyrirtækjum og opinberum stofnunum.
Fjármál
Rekstur deildarinnar er kostaður af fram-
lagi á fjárlögum til Raunvísindastofnunar.
Fjárreiður almanaksins eru hins vegar í
höndunt Bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins, sem sér um dreifingu
ritsins til bóksaia og skilar reikningsyfirliti
til háskólans.
Ráðstefnur
Haustið 1976 sótti deildarstjóri þing al-
þjóðasambands stjörnufræðinga í Gre-
noble í Frakklandi. Sumarið 1977 sótti
deildarstjóri ráðstefnu segulmælingamanna
frá Norðurlöndunum. Ráðstefnan var
haldin í Tromsö í Noregi og voru þar gerðar
samanburðarmælingar með tækjum frá
flestum segulmælingastöðvum á Norður-
löndurn. Sumarið 1979 tók deildarstjóri
þátt í hliðstæðum samanburðarmælingum í
nýrri mæiingastöð í Brorfelde í Danmörku.
4. Reiknifræðistofa
Starfsemi og markmið
Helstu rannsóknarsvið reiknifræðistofu eru
aðgerðagreining, tölfræði, töluleg greining
og tölvufræði.
Starfsemin dreifist á fáar hendur. Að
hluta byggist hún því á, að hagnýtt eru að-
fengin forritasöfn og þekktar reiknisað-
ferðir sniðnar að íslenskum þörfum. Eftir
því sem þurfa þykir, eru nýjar lausnarað-
ferðir og reiknilíkön þróuð.
Að nokkru leyti eru rannsóknirnar unnar
að tilstilli annarra og þá oft í samvinnu við
þá. Einkar gott samstarf hefur verið við
Reiknistofnun háskólans, og hefur hún oft
verið þátttakandi í rannsóknunum.
Hin síðari ár hafa orðið miklar breytingar
á ýmsum sviðum hagnýttrar stærðfræði og
gagnavinnslu. Tilkoma tölvutækninnar
hefur þar haft í för með sér afgerandi
breytingar á aðferðum og úrvinnslu. Víða
um lönd er unnið að rannsóknum á þessu
sviði í stórum stíl. Meginmarkmið reiknt-