Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 101
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
99
fræðistofu er að fylgjast með nýjungum og
hagnýta þuð, sem álitlegt þykir til árangurs
°g viðráðanlegt er við íslenskar aðstæður.
Starfslið og húsnæði
Forstöðumaður reiknifræðistofu var Oddur
^enediktsson dósent. Auk hans starfa við
stofnunina fjórir fastráðnir kennarar, tveir
serfræðingar og einn aðstoðarsérfræðingur.
Reiknifræðistofa hefur nú fengið ágæta
aostöðu í göntlu Loftskeytastöðinni við
huðurgötu, og mætti því nefna húsið
Reiknifræðihús.
^firkefni
Hér verður stuttlega vikið að helstu verk-
efnum síðustu ára.
Aðgerðagreining
(Þorkell Helgason)
Gert hefur verið reiknilíkan að þorsk-
veiðum, sem ætlað er að finna það sókn-
arrnynstur, sem gefur mestan heildaraf-
takstur til þjóðarbúsins af veiðunum um
'angan tíma. Hafin er gerð líkans nteð
fjölda tegunda til að ákvarða stofnstærðir
[teirra. Er þar tekið tillit til gagnkvæmra
ahrifa fiskstofna á hvern annan vegna af-
ráns og samkeppni um fæðu. Verkefnið er
annið í samvinnu við Hafrannsóknastofnun
Danmerkur.
Þá hefur verið unnið að gerð líkans af
lslenska efnahagskerfinu, einkum með lýs-
ln8u verðþróunar í huga. Verkið er unnið í
samvinnu við próf. Guðmund K. Magnús-
son.
I °tfrceðirartnsóknir
(Ottó J. Björnsson)
Dnnið er að úrvinnslu ýmis konar læknis-
ræðilegra athugana í samvinnu við
®knana, er framkvæma athuganirnar.
Gerðar voru tölfræðilegar og tölulegar
rannsóknir á nýrri aðferð til staðarákvörð-
unar nteð merkjunt frá siglingahnöttum.
Þetta verkefni var unnið í samvinnu við
próf. Þorbjörn Sigurgeirsson.
Töluleg greining
(Sven Sigurðsson)
Ákvörðun tölulegra lausna, með hjálp
tölvu, á stærðfræðijöfnum felur oft í sér
umfangsmikla forritagerð, þar sem aðeins
er hægt að styðjast við stöðluð aðfengin
forrit að hluta. Petta á ekki síst við um
jöfnur, sem lýsa flóknum eðlisfræðilegum
líkönum. Töluleg greining fjallar um eðli
þeirra aðferða, sem leggja má til grundvall-
ar við slíka ákvörðun. Unnið hefur verið að
hönnun forrita, sem tengjast ýmsum eðl-
isfræðilegum líkönum. Megináhersla hefur
verið lögð annars vegar á líkan, sem lýsir
breytingum grunnvatnshæðar með tíma yfir
stórt svæði (unnið í samvinnu við Snorra Pál
Kjaran, verkfræðing á Orkustofnun), og
hins vegar á líkan, sem lýsir breytingu á
vatnsrennsli með tíma í jökulhlaupum
(unnið í samvinnu við Helga Björnsson,
jöklafræðing á Raunvísindastofnun).
Samhliða hefur svo verið unnið að fræði-
legum aðferðarrannsóknum.
Tölvufrœði
(Oddur Benediktsson, Robert Madden)
Streymi upplýsinga eykst sífellt í umhverfi
okkar. Tölvur eru nú notaðar í vaxandi
mæli til að geyma upplýsingar og miðla
þeim. Fengið hefur verið gagnagrunnskerfi
og það sett upp við tölvu háskólans. Einnig
hefur verið samið almennt fyrirspurnar-
kerfi, sem hentar t. d. litlum bókasöfnum.
Þá hefur verið unnið að bilanagreiningu á
tölvukerfum.