Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 102
100
Árbók Háskóla Islands
Tölvuvinnsla vegna mannerfðafrœðirann-
sókna
(Magnús Magnússon, Takako Inaba)
Á undanförnum árum hefur verulegur hluti
tölvuvinnslu í sambandi við mannerfða-
fræðirannsóknir á vegunt Erfðafræðinefnd-
ar háskólans verið unninn á reiknifræði-
stofu og Reiknistofnun háskólans. Þetta
verkefni er ntikið umfangs.
Hugmyndir um framtíðarþróun
Eins og sést á því sent ofan greinir, nær
starfsemi reiknifræðistofu yfir ntörg
fræðasvið í hagnýttri stærðfræði og tölvu-
fræði. Umfang starfseminnar á hverju sviði
hefur vart nægt til þess að hægt hafi verið að
vinna að meiri háttar verkefnum. Á næstu
árum er ætlunin að leggja höfuðáherslu á
tiltekið fræðasvið um 2—3 ára skeið til þess
að ná fram árangri rannsóknanna á
skemmri tíma. Næstu árin verður lögð
megináhersla á aðgerðagreiningu af gerð
reiknilíkana að fiskveiðum og stærð fisk-
stofna, enda er brennandi áhugi á því
verkefni með þjóðinni.
5. Stærðfræðistofa
Starfsemi
Við stærðfræðistofu eru stundaðar rann-
sóknir í mörgum ólíkunt greinum stærð-
fræðinnar, bæði hreinum og hagnýttum. Af
hagnýttum greinum hefur á undanförnum
árum verið mest áhersla lögð á stærðfræði-
Iega eðlisfræði.
Starfsmenn stofunnar eru annars vegar
sérfræðingar ráðnir að Raunvísindastofnun
og hinsvegar fastráðnir kennarar við verk-
fræði- og raunvísindadeild. Flestir starfs-
menn stofunnar hafa iokið doktorsprófi
erlendis og koma til starfa hér fljótlega að
prófi loknu eða eftir nokkurra ára störf við
erlenda háskóla eða rannsóknastofnanir.
Stærðfræði kvíslast í margar gjörólíkar
greinar, og hver þessara greina notar sitt
eigið hugtakakerfi. Margra ára þjálfun er
nauðsynleg til að skilja hugtakakerfi hverr-
ar greinar og geta beitt því við sjálfstæðar
rannsóknir. Það er því eðlilegt, að störf
sérfræðinganna mótist fyrst og fremst af
þeint verkefnum, sem þeir unnu að er-
lendis, áður en þeir hófu störf við stærð-
fræðistofu. Af því leiðir einnig, að þeint er
nauðsynlegt að halda sambandi við erlenda
starfsbræður sína, sem vinna á sama sviði og
þeir. Myndast þannig oft samvinna milli
starfsmanna stofunnar og erlendra stærð-
fræðinga. Þessi tengsi eru einnig rækt með
þátttöku í alþjóðlegum stærðfræðimótum
og með dvöl erlendis um lengri eða
skemmri tíma.
Stofan hefur yfir að ráða nokkurri fjár-
hæð til að veita erlendum stærðfræðingum
aðstöðu til skammtímadvalar hérlendis,
þótt heimsóknir erlendra stærðfræðinga
hafi raunar verið miklu færri en þörf væri a.
Sú staðreynd, að starfsmenn stofunnar hafa
menntast og starfað hver í sínu heimshorm
og þar með starfað á ólíkum sviðum innan
stærðfræðinnar, gerir þeim nokkuð erfitt
fyrir um samvinnu sín á milli.
Tii að draga úr þessunt erfiðleikum halda
kennarar og sérfræðingar vikulega mál-
stofu, þar sem þeir skýra frá rannsóknum
sínum og kynna auk þess ýmsar nýjungar,
sem hafa komið fram í stærðfræði erlendis. I
málstofunni gefst starfsmönnum stofunnar
því kostur á að kynnast þeim sviðum stærð-
fræðinnar, sem starfsbræður þeirra fást við