Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 106
104
Árbók Háskóla íslands
sem felst í of mikilli dreifingu verkefna og
vinnuaðferða milli fárra starfsmanna.
Jarðfræði, bergfræði
Aðferðum jarðfræðinnar er beitt til að
kanna sögu eldstöðvar. Bergfræðin gefur
upplýsingar um gerð þess efnis sem eld-
stöðin hefur framleitt, en segir einnig til um
myndunarskilyrði kviku í iðrum jarðar og
þróunarferil hennar fyrir eldgos. Flestir
styrkþegar stofnunarinnar hafa fengið
verkefni á þessu sviði.
Fastir starfsmenn stofnunarinnar vinna
að verkefnum í bergfræði, og þar má nefna
rannsóknir Karls Grönvold á Kröfluhraun-
unum. Einnig vinnur Karl að rannsókn á
Skaftáreldahrauni. Þá hafa Níels Óskars-
son, Guðmundur Sigvaldason og Sigurður
Steinþórsson (Raunvísindastofnun háskói-
ans) nýlokið rannsókn sem miðar að því að
finna samband milli efnafræði basalts og
ýmissa þátta í jarðfræði gosbeltanna.
Jarðefnafræði
Jarðefnafræðin beitir rannsókn á magni og
dreifingu einstakra efna eða efnahópa til að
öðlast skilning á þeim öflum sem ullu
dreifingunni. Sérhvert frumefni bregst
misjafnlega við ólíkum ytri áhrifum, en ef
þau viðbrögð eru þekkt, gefur efnisdreif-
ingin milli ólíkra jarðefna upplýsingar um
hvað skóp ferlið.
Karl Grönvold hefur fengist við rann-
sókn á samsætum strontíums í samvinnu við
erlenda starfsbræður, og Níels Óskarsson
vinnur að rannsókn lofttegunda frá jarð-
hitasvæðum og virkum eldfjöllum. Hann
undirbýr nú athugun á lofttegundum sem
lokast inni í örsmáum loftbólum í kristöll-
um gosbergs. Þá hafa Níels Óskarsson og
Guðmundur Sigvaldason kannað dreifingu
efnanna klórs og flúors í íslensku gosbergi.
Af styrkþegaverkefnum má nefna rann-
sókn Heikki Mákipaa (Finnl.) á því hvernig
snefilefnin króm, mangan, kóbalt og nikkel
dreifast milli kristals og þeirrar kviku sem
kristallinn vex í, og rannsókn Peter Tor-
sanders (Svíþj.) á samsætum brennisteins í
jarðhitasvæðum.
Jarðeðlisfræði
Af fjölmörgum mögulegum þáttum í hegð-
un og byggingu eldstöðva sem unnt er að
kanna með jarðeðlisfræðilegum aðferðum
hefur Eldfjallastöð lagt áherslu á mælingar
á hreyfingu jarðskorpunnar í nánd virkra
eldstöðva. Rannsóknirnar hafa 'einkum
beinst að Kröflusvæðinu, en mælingar hafa
líka verið gerðar í Vestmannaeyjum og
víðar.
Það er fyrst og fremst jarðeðlisfræðin
sem gefur tilefni til þróunar mælitækni sem
unnt er að nota til að gefa umsagnir um
hugsanleg eldgos í náinni framtíð. Við Eld-
f jallastöð hefur einkum verið lögð áhersla á
þróun tækni til hallamælinga, en sú mæl-
ingaraðferð gefur til kynna hvort bergkvik-
an er á hreyfingu eða safnast saman í iðrum
jarðar. Hallamælar nema örsmáar form-
breytingar á yfirborði vegna hreyfingar
efnis á miklu dýpi. Ný gerð hallamæla var
hönnuð og smíðuð af tæknimönnum stofn-
unarinnar, Sigurjóni Sindrasyni og Halldóri
Ólafssyni.
Formbreyting á yfirborði jarðar er einnig
könnuð með mjög nákvæmum fjarlægð-
armælingum milli fastra merkja, en sú
mælitækni byggir á speglun lasergeisla fra
einum fastapunkti til annars. Umsjón með
þessum mælingum og úrvinnslu gagna ann-
ast Eysteinn Tryggvason (sjá ritskrá).