Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 110
108
Árbók Háskóia íslands
Gert var reiknilíkan fyrir loðnubræðslu-
nefnd, og var það notað til að meta áhrif
fjarlægðabóta, nýrra verksmiðja o. fl.
2. Jöfnun heyforða. Að tilstuðlan Rann-
sóknarráðs ríkisins og Bjargráðasjóðs var
gert reiknilíkan til að skipuleggja hey-
flutninga og aðrar aðgerðir í harðæristil-
fellum.
3. Samsetning fiskiskipaflotans. Fyrir
Framkvæmdastofnun var unnið að þróun
reiknilíkans til að reikna út hagkvæmustu
samsetningu fiskiskipaflotans.
4. Framleiðsluskipulagning kúabúa. Að
tilstuðlan og í samvinnu við Stéttasamband
bænda, Búnaðarfélag íslands og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins var gert
reiknilíkan m. a. til að finna hagkvæmustu
kjarnfóðurs- og áburðarnotkun kúabúa.
J. Fitumœlingar loðnu. Gert var tölvu-
kerfi fyrir Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, og er það notað til að skrá og vinna úr
mælingum á Ioðnu.
6. Staurasetning fyrir háspennulínur.
Fyrir Landsvirkjun var unnið að forritum,
þar sem tölvuteiknarinn er notaður við
hönnun háspennulína.
7. Skoðanakannanir. Reiknistofnun hef-
ur annast gerð úrtaka úr þjóðskrá og töl-
fræðilega úrvinnslu skoðanakannana fyrir
fjölmarga aðila, þ. á m. Félagsvísindadeild,
Hagvang o. fl.
8. Nemendaskrárkerfi. Að tilstuðlan
Menntamálaráðuneytisins var gert tölvu-
kerfi fyrir áfangaskólana, svonefnt náms-
ferilkerfi. Svipað kerfi var einnig gert fyrir
Háskóla íslands.
9. Flugáhafnaskrá. Unnið var að gerð
tölvukerfis til að skipuleggja ferðir flug-
áhafna fyrir Flugleiðir, að frumkvæði
Verkfræðistofnunar háskólans.
10. Skattkerfisathuganir. Fyrir Fjár-
málaráðuneytið hafa verið reiknaðar út af-
leiðingar mismunandi tillagna um tekju-
skatt.
11. Happdrætti. Sem kunnugt er hefur
um árabil verið dregin út vinningaskrá fyrir
öll stærri happdrætti landsins með þar til
gerðu tölvukerfi. Tölfræðilegar prófanir
eru framkvæmdar hverju sinni sem dregið
er.
12. Kosningaspá. Reiknistofnun hefur
annast gerð tölvuspár á kosninganóttum
fyrir Ríkisútvarpið. Einnig hafa verið gerð
forrit til að reikna út breytt atkvæði eftir
kosningar.
13. Skákstigaútreikningar. Fyrir
Skáksamband íslands var gert tölvukerfi til
rannsókna og útreikninga á skákstigum ís-
lenskra skákmanna.
Stjórn og starfslið
Fyrsti forstöðumaður Reiknistofnunar var
dr. Jón Pór Þórhallsson, en í september
1977 tók Páll Jensson, lic. techn., við. Auk
forstöðumanns skipar háskólaráð fjóra
menn í stjórn stofnunarinnar til tveggja ára
í senn. I stjórninni hafa setið:
1976—78: Halldór Guðjónsson kennslu-
stjóri, formaður,
Guðmundur Magnússon pró-
fessor,
Geir A. Gunnlaugsson pró-
fessor,
Þorkell Helgason dósent.
1978—80: Guðmundur Magnússon pró-
fessor, formaður,
Porgeir Pálsson dósent, vara-
formaður,
Halldór Guðjónsson kennslu-
stjóri,
Oddur Benediktsson dósent.