Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 111
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
109
í fjarveru Odds Benediktssonar vegna
orlofs árið 1979 tók Sven Þ. Sigurðsson
dósent sæti hans.
Starfsmönnum Reiknistofnunar hefur
fjölgað úr 8 árið 1976 í 15 árið 1979. Auk
forstöðumanns og ritara störfuðu árið 1979
þrír kerfisfræðingar og einn tölvari við
rekstur tölvunnar.
Sérfræðingar, þ. e. reiknifræðingar, eru
þrír, en auk þeirra starfa að jafnaði sex
nemendur í tölvunar- og reiknifræði sem
forritarar í hlutastarfi, bæði við þjónustu-
yerkefni og Ieiðbeiningar fyrir notendur. Af
starfsmönnum 1979 voru 6 í föstum
stöðum, en 9 lausráðnir.
Ráðstefnur, námskeið og kynnisferðir
eríendis
Helgi Jónsson tók þátt í námskeiði um
DOS-stjórnkerfið hjá IBM í London í maí
1976.
Jón Þór Þórhallsson sótti National Com-
Puter Conference, NCC '11, í Dallas í júní
1977 og DECUS ráðstefnu í Boston í sömu
ferð.
Wojciech Gulgowski sótti NORDATA
78 í Bergen í júlí 1978.
Páll Jensson sótti og hélt erindi á NOAK
78, sem er árleg norræn ráðstefna um að-
gerðarannsóknir, í Heilsingor í september
1978, og kynnti sér jafnframt rekstur
reiknistofnana við danska háskóla.
Sigrún Helgadóttir sótti ráðstefnu um
notkun SPSS, Statistical Package for Social
Sciences, í Chicago í október 1977, svo og
árið 1978.
Páll Jensson sótti National Computer
tonference, NCC ’79, í New York í júní
1979 og heimsótti reiknistofnunina við
Holy Cross College.
Þorvaldur Gunnlaugsson tók þátt í
námskeiði um Computer Graphics í
London í mars 1979.
Páll Jensson sótti og hélt erindi á ráð-
stefnunni Operations Research in Fishing í
Þrándheimi í ágúst 1979.
Fjármál
Eins og áður segir urðu rausnarlegar gjafir
IBM á Islandi og ríkisbankanna árið 1976
til að renna fjárhagslegum stoðum undir
Reiknistofnun. í reglugerð um stofnunina
stendur m. a.:
„Stefnt skal að því að tekjur af þjónustu
fullnægi sem mest fjárþörf stofnunarinnar
bæði til reksturs og tækjakaupa miðað við
eðlilegan endingartíma.“
Öll þjónusta stofnunarinnar, að frátöld-
um kynningarnámskeiðum og leiðbeining-
um fyrir notendur og aimennri aðstoð við
þá, hefur því frá upphafi verið gjaldfærð
samkvæmt gjaldskrá. Hún er þó helmingi
lægri fyrir háskólann og stofnanir hans, svo
og fyrir aðrar menntastofnanir.
Með þessu móti hefur tekist að halda
fjárveitingum tii Reiknistofnunar í lág-
marki. Naut hún t. d. engra fjárveitinga árið
1979, en þá var rekstrarvelta stofnunarinn-
ar 138 millj. kr. Um 56% af þeim tekjum
komu frá aðilum utan háskólans, einkum
ýmsum rannsóknarstofnunum. Það jafn-
gildir því, vegna helmings munar á
gjaldskrá innan og utan háskólans, að 40%
af notkuninni hafi verið á höndum þessara
aðila.
Páll Jensson