Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Qupperneq 115
Viðskiptadeild og fræðasvið hennar
113
höndum stundakennara, þannig að brýna
lauðsyn beri til að fjölga föstum kennara-
embættum. Mun verða fjaliað sérstaklega
Um það mál innan deildarinnar á næsta
vetri.
Á grundvelli fyrstu reglugerðarinnar,
sem sett var um námið í viðskiptafræðum
árið 1941, var unnt að auka smám saman
hennslu og prófkröfur. Lengdist námið
fljótlega í fjögurra ára nám. Árið 1962 voru
tengsl við lagadeild afnumin og viðskipla-
deild gerð sjálfstæð háskóladeild.
Árið 1964 var náminu skipt í tvo hluta.
1970 var síðan gerð grundvallarbreyt-
ln8 á skipulagi deildarinnar, og gildir sú
skipan í aðalatriðum nú. Skyldi farið yfir
námsefni hvors hluta á tveim árum, þannig
aö unnt væri að ljúka kandídatsprófi
á fjórum árum.
har eð undirbúningur stúdenta er
misjafn, sérstaklega í bókfærslu og stærð-
fræði, hefur síðan 1974 verið hafður sá
háttur á, að haldin eru fyrir misserisbyrjun á
haustin próf í bókfærslu og undirbún-
lngspróf í stærðfræði. Þeir sem standast
Þessi próf þurfa ekki að leggja stund á þess-
ar greinar á fyrsta misseri og þá auðvitað
ehki að ganga undir frekari próf í þeim.
Námsefni í fyrra hluta er sameiginlegt
0|lum stúdentum sem skrá sig í deiidina.
Á fyrsta ári er lögð megináhersla á, að
studentar kynnist grundvallaratriðum al-
mennrar rekstrarhagfrœði, en auk þess ber
Peim að leggja stund á bókfœrslu, stœrð-
J'œði, notkun rafreikna, lögfrœði, félags-
J'teði og aðferðafrœði.
Á öðru ári er megináhersla lögð á, að
Sludentar kynnist grundvallaratriðum al-
'pennrar þjóðhagfrœði, auk þess sem þeim
er að leggja stund á frekari stœrðfrœði,
'^kningshald, skattarétt og skattskil, töl-
frœði og íslenska haglýsingu. Krafist er
lágmarkseinkunnarinnar 5,0 í öllum
greinum, en hærri lágmarkseinkunnar, 6,5,
íalmennri rekstrarhagfrœði, almennri þjóð-
hagfrœði og bókfærslu. Sérhver grein er
metin til ákveðins einingafjölda, þriggja
eininga minnst og sex eininga hið mesta. 1
heild felst fyrra hluta prófið í því að standast
próf í greinum, sem samtals teljast 60 ein-
ingar.
í síðara hluta námsins geta stúdentar
valið milli tveggja námsbrauta, þ. e. hagað
vali námsgreina eftir því, hvort þeir hyggj-
ast fremur starfa í þágu fyrirtækja atvinnu-
lífsins eða stunda störf, þar sem almenn
þekking á efnahagsmálum þjóðfélagsins er
nauðsynleg. í reglugerð deildarinnar er rætt
um tvokjarna í náminu Jyrirtœkjakjarna og
þjóðhagskjarna. í fyrirtækjakjarnanum er
lögð ríkari áhersla á ýmsar greinar rekstrar-
hagfrœði, svo sem framleiðslu, sölu, fjármál
og stjórnun. í þjóðhagskjarnanum er hins
vegar megináhersla lögð á viðbótarnám í
þjóðhagfrœði og nám í opinberri stjórn-
sýslu, stjórnskipunar- og stjórnarfarsrétti og
hagrannsóknum.
Nokkrar greinar geta talist til hvors
kjarna um sig, en aðrar verður aðeins lögð
stund á innan annars kjarnans. Eru ákvæði
um þetta í reglugerð, og er gerð grein fyrir
þessum atriðum við upphaf kennslu á
hverju hausti.
Þá er hverjum stúdent skylt að velja sér
svonefnt kjörsvið, og setur deildin sjálf
reglur um val kjörsviða. Er þar um að ræða
þrjár skyldar greinar, sem metnar eru 9
einingar samtals. Geta stúdentar nú valið
milli sölusviðs, reikningshalds- og fjár-
málasviðs, hagrannsóknasviðs og stjórn-
sýslusviðs svo og endurskoðunarsviðs. I
undirbúningi er einnig hagþróunarsvið.