Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Qupperneq 116
114
Árbók Háskóla íslands
Ákveður deildin, hvaða greinar af þeim,
sem kenndar eru, teljast til hvers kjörsviðs,
og er einnig gerð grein fyrir því þegar við
upphaf námsins.
í hvorum kjarnanum um sig, fyrirtækja-
kjarnanum og þjóðhagskjarnanum, er
þannig um að ræða vissar greinar, sem skylt
er að leggja stund á, þ. e. kjarnann, sem
metinn er 30 einingar eða sem svarar
helmingi síðara hluta námsins, og eitt af
kjörsviðum, sem metið er 9 einingar.
Til viðbótar skyldugreinunum í hvorum
kjarna og kjörsviðinu eiga stúdentar í báð-
um kjörnum síðan kost á frjúlsu vali milli
allmargra kjörgreina. Verða þeir að velja
slíkar greinar sem nernur 12 einingum, þ. e.
yfirleitt fjórar kjörgreinar. Að síðustu ber
stúdent að skrifa ritgerð um efni, sem valið
er í samráði við kennara, og telst ritgerðin 9
einingar. í heild nema greinar þær, sem
ljúka verður síðara hluta prófi í, 60 eining-
um. Heildarnám til undirbúnings kandí-
datsprófi í viðskiptafræðum, cand. oecon,-
prófi, telst þannig 120 einingar.
Námsefnið er við það miðað að búa menn
undir ábyrgðarstörf í þágu fyrirlœkja at-
vinnulífsins og opinberra stofnana, bœði
stofnana ríkis og sveitarfélaga. Nokkur
áhersla er einnig á það lögð að búa menn
undir að geta stundað rannsóknarstörf
bæði í þágu fyrirtækja og opinberra aðila,
og vísindastörf við háskóla. Ekki er teljandi
erfiðleikum bundið að stunda framhalds-
nám við erlenda háskóla, hvort sem er í
rekstrarhagfræði eða þjóðhagfræði, og á
það við um Norðurlönd, Bandaríkin, Bret-
land og Þýskaland. Má þá gera ráð fyrir því,
að cand. oecon.-próf frá viðskiptadeild sé
talið jafngilda a. m. k. B.A.-prófum í
Bandaríkjunum og Bretlandi og tilsvarandi
prófum á Norðurlöndum og í Þýskalandi,
þannig að unnt væri t. d. að Ijúka M.A,-
prófi í Bandaríkjunum og Bretlandi á 1—2
árum. Við val á framhaldsnámi verður þó
að hafa hliðsjón af því, að talsverður hluti
námsefnisins hér hefur að sjálfsögðu verið
miðaður við íslenskar aðstæður, auk þess
sem nám á erlendu máli verður ávallt
nokkru torsóttara en nám á móðurmáli.
Með lögum frá 1976 um löggilta endur-
skoðendur var kandídatspróf í viðskipta-
fræðum með endurskoðun sem kjörsvið
gert að skilyrði þess, að unnt væri að öðlast
löggildingu sem endurskoðandi, en auk
þess er krafist alhliða endurskoðunarstarfa
undir stjórn löggilts endurskoðanda í þrjú
úr, þar af a. m. k. eitt ár að loknu kandídats-
prófinu, og að staðist sé verklegt próf, seni
haldið er af stjórnskipaðri prófnefnd. 1
samræmi við ákvæði laganna hefur deildin
hafið kennslu á endurskoðunarkjörsviði,
sem telst 21 eining. Er þar lögð áhersla á
endurskoðun, reikningshald, skattarétt og
skattskil og fjármuna- og félagarétt. Enn-
fremur er skylt að Ijúka prófi í einni kjör-
grein.
Gert er ráð fyrir því, að kennarar verji
60% starfstíma síns til kennslu og stjórnun-
arstarfa og 40% til rannsóknarstarfa. 1 ár-
bókinni er skrá yfir ritstörf kennara
deildarinnar. Jafnframt vinna þeir ýmis
rannsóknar- og ráðgjafarstörf í þágu bæði
fyrirtækja og opinberra aðila. Þeir annast
og kennslu á ýmsum námskeiðum og halda
fyrirlestra á ráðstefnum innanlands og er-
lendis, sem og við erlenda háskóla.
Þá er að lokum að geta félagslífs stúdenta i
deildinni. Hefur Guðmundur Arnaldsson
stud. oecon. ritað eftirfarandi um það að
beiðni minni:
Félagsstarf stúdenta deildarinnar fer að