Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 118
TANNLÆKNADEILD OG FRÆÐASVIÐ HENNAR
Inngangur
Engar umtalsverðar breytingar hafa orðið á
kennslu-, rannsóknar- og stjórnunarað-
stöðu tannlæknadeildar á árunum
1976—1979. Aðal kennsluhúsnæði
deildarinnar er enn örlítið húsrými í niður-
gröfnum kjallara miðálmu Landspítalans.
Þeir fáu kennarar er fengið hafa skrifstofu-
og rannsóknaraðstöðu hafa hana fjarri
skólanum og eru því ýmsir þættir stjórnunar
og kennslu í mun lausari böndum en æski-
legt væri. Enn er deildin án ritara, en það
veikir alla stjórnun deildarinnar mjög.
Byggingamál
Framkvæmdir við „byggingu 7“ á Land-
spítalalóð sunnan Miklubrautar, hús lækna-
og tannlæknadeilda, hófust haustið 1976,
og hefur verið miðað að því að tannlækna-
deild gæti tekið til starfa í húsinu í upphafi
háskólaárs haustið 1981. Hvort sem sú
áætlun stenst eða ekki er vor í lofti; loks
eftir 35 ára starf við óbærilegar aðstæður
fyrir nemendur, kennara og annað starfs-
fólk mun tannlæknadeild fá það húsrými,
tækjabúnað og væntanlega starfslið er
tryggja ætti eðlilegt háskólastarf.
Rannsóknir
Þrátt fyrir mjög eymdarlega rannsóknar-
aðstöðu hafa rannsóknir í tannlæknadeild
tekið rækilegan fjörkipp árin 1976—1979.
Kaflinn um „Ritstörf og fræðilega starf-
semi“ ásamt eftirfarandi upptalningu á
helstu núverandi rannsóknarverkefnum
kennara deildarinnar bera það með sér:
Faraldsfræði tann- og bitskekkju í
barnatönnum meðal íslendinga.
Komutími barnatanna hjá íslendingum.
Form andlits- og höfuðbeina hjá íslend-
ingum.
Form tanna hjá íslendingum.
Faraldsfræði brota á andlitsbeinum með-
al íslendinga.
Tíðni tannátu meðal íslendinga.
Rótaraðgerðir á barnatönnum.
Kynþroski íslenskra telpna.
Beinþroski íslenskra barna.
Bitfræðileg vandamál meðal danskra
barna.
Doktorspróf
Þann 7. júlí 1979 varði Þórður Eydal
Magnússon prófessor ritgerð sína Matura-
tion and Malocclusion in lceland við dokt-
orspróf er fram fór í hátíðasal H-. I-
Andmælendur voru dr. odont. Olav
Slagsvold, prófessor við tannlæknadeild
Háskólans í Osló, og dr. med. Ólafur Jens-
son yfirlæknir. Deildarforseti, Örn Bjart-
mars Pétursson prófessor stjórnaði at-
höfninni.
Erlendir gestafyrirlesarar
í boði tannlæknadeildar hafa eftirtaldir
fyrirlesarar flutt erindi eða haldið nám-
skeið:
Prófessor, dr. odont. Willy Krogh-Poul-
sen frá tannlæknaháskólanum í Kaup-
mannahöfn í október 1976. Fimm daga
námskeið í rannsókn, greiningu og meðferð
kjálkaliðssjúkdóma.
Prófessor, dr. odont. Yngve Ericsson fra
tannlæknaháskólanum í Stokkhólmi í nóv-
ember 1977. Hélt tveggja daga námskeið
um Fluor.
Dr. Ben Crawford, forstöðumaður
deildar í meinafræði munnsins, National
Naval Dental Center í Washington, flutti
fyrirlestur í almennri meinafræði munnsins
29. mars 1978.
Dr. Thomas W. Weatherford III, pró-