Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 119
Tannlæknadeild og fræðasvið hennar
117
fessor í tannvegsfræðum við tannlækna-
skólann í Alabama, í mars 1978, um tann-
vegssýkingar.
Ráðstefnur
Arlegur fundur rektora og deildarforseta
norrænu tannlæknaskólanna var haldinn
hér í fyrsta skipti dagana 23.—24. ágúst
!979 að Hótel Holti. Prófessor Örn Bjart-
niars Pétursson, deildarforseti, sá um
undirbúning ráðstefnunnar, sem f jallaði um
helstu breytingar sem orðið hafa á
kennslufyrirkomulagi tannlæknaskólanna á
Norðurlöndum. Sérstakur fyrirlesari á ráð-
stefnunni var dr. odont. Ivar Mjor. Erindi
hans fjallaði um rannsóknir á efnum til
tannlækninga sem fram fara á Nordisk Ins-
l,tutfor Odontologisk Materialprovning, er
hann veitir forstöðu.
hlemendur
hjöldi nemenda sem innritast hafa til fyrsta
úrs náms í tannlæknadeild hefur verið sem
hér segir: í september 1977: 20. í október
!978: 22. í júlí 1979: 26, sem er svipað og
allmörg undangengin ár, en fyrsta árinu
'ýkur með samkeppnisprófi. Sex þeir efstu
er samkeppnisprófið standast öðlast innrit-
Un á annað námsár, þar sem tækjabúnaður
°8 önnur aðstaða til kennslu í verklegum
tannlaekningum leyfir ekki meiri nemenda-
fjölda. Því eru að jafnaði um 50 nemendur
samtals á öllum sex námsárunum í
deildinni.
í lok háskólaárs 1979 höfðu 135 stúdent-
ar lokið brottfararprófi frá tannlæknadeild
frá upphafi.
Kennarar
Allmikil breyting hefur orðið á kennaraliði
tannlæknadeildar frá 1975—1979, að
mestu til aukningar á tímabundnum lekt-
orsstöðum.
Fjöldi prófessora er enn fjórir, en af
störfum lét vegna aldurs prófessor7ó/! Sig-
tryggsson eftir langt, samviskusamt starf við
stjórn og kennslu í tannlæknadeild. Pró-
fessor Jón Sigtryggsson var fyrsti og eini
„forstöðumaður" tannlæknadeildar. Hann
var skipaður dósent við læknadeild 1. 1.
1945 til þess að undirbúa og hafa á hendi
kennslu og forstöðu tannlæknakennslunn-
ar, sem laut læknadeild. Jón Sigtryggsson
var skipaður prófessor í tannlækningum 1.
1. 1951 og var kosinn fyrsti deiidarforseti
tannlæknadeildar, eftir að hún var gerð að
sjálfstæðri deild innan háskólans 2. maí
1972.
Tannlæknadeild þakkar prófessor Jóni
Sigtryggssyni fórnfús störf hans við
deildina.
Sigfús Pór Elíasson var skipaður prófess-
or í tannsjúkdómafræði og tannfyllingu 15.
3. 1979.
Þorgrímur Jónsson, sem var lektor í
tannvegssjúkdómum (settur) til þriggja ára
frá 1. 1. 1975, hvarf frá störfum að þeim
tíma loknum, en Sigurjón Artdaugsson
tannlæknir var settur lektor í hans stað til
þriggja ára frá 1. 1. 1978.
Gunnlaugur Geirsson var skipaður dós-
ent í meinafræði til fimm ára (hlutastaða)
frá 1. 9. 1978 að telja.
Sjö nýjar iektorsstöður hafa verið stofn-
aðar við deildina. Eftirtaldir tannlæknar
voru settir lektorar til þriggja ára: Sigurjón
H. Ólafsson í munnskurðlækningum frá 1.
7. 1977 að telja. Einar Ragnarsson í parta-
gerð, Guðrún Gísladóttir í tannvegsfræði
(hlutastarf), Karl örn Karlsson í bitfræði
(hlutastarf) og örn Ágúst Guðmundsson í
sjúkdómsgreiningu og röntgenfræði