Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 121
félagsvísindadeild og fræðasvið hennar
Inngangur
Félagsvísindadeild tók til starfa 15. septem-
ber 1976 skv. lögum um breyting á lögum nr.
84/1970 frá 13. maí 1976. Reglugerð um
hina nýju deild var staðfest af menntamála-
ráðherra þann 22. september 1976.
Fimm fræðagreinar hafa frá upphafi
verið kenndar sem aðalgreinar til B.A.-
Prófs, en það er hæsta námsstig sem deildin
veitir enn sem komið er. Pessar fimm
greinar eru:
Bókasafnsfræði.
Félagsfræði.
Sálarfræði.
Stjórnmálafræði.
Uppeldisfræði.
Bókasafnsfræði, sálarfræði og uppeldis-
fræði fluttust úr heimspekideild, þar sem
Þær höfðu áður verið kenndar. Félagsfræði
°8 stjórnmálafræði voru áður sérstök
námsbraut (sjá síðustu Árbók): Námsbraut
1 Þjóðfélagsfræði.
Þá er og kennd í deildinni uppeldis- og
kennslufræði til kennsluréttinda (áður í
heimspekideild), nokkrar aukagreinar til
B-A.-prófs, s. s. mannfræði, og ýmis nám-
skeið í stoðgreinum framantalinna greina,
s- s. tölfræði.
Haustið 1978 var nemendum gert
mögulegt að haga námi sínu þannig, án þess
Þó að námsskrá væri breytt að ráði, að þeir
gætu öðlast réttindi sem félagsráðgjafar að
v’ðbættu eins árs námi, einkum starfsþjálf-
Un> utan deildar að loknu B.A.-prófi í
emhverri af aðalgreinum deildarinnar.
I þeirri skýrslu, sem hér fer á eftir, verður
nu gerð grein fyrir starfsemi félagsvísinda-
óeildar fyrstu þrjú starfsár hennar. Starf-
semin hefur mótast og þróast jafnt og þétt,
°g má segja að við lok þessa tímabils sé hún
homin í nokkuð fastar skorður.
Kennarar
Við stofnun deildarinnar voru þessir kenn-
arar fastráðnir:
Andri ísaksson, prófessor í uppeldisfræði.
Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor í
stjórnmálafræði.
Sigurjón Björnsson, prófessor í sálarfræði.
Erlendur Haraldsson, lektor í sálarfræði.
Guðný Guðbjörnsdóttir, lektor í uppeldis-
fræði.
Haraldur Ólafsson, lektor í mannfræði.
Magnús Kristjánsson, lektor í sálarfræði.
Svanur Kristjánsson, lektor í stjórnmála-
fræði.
Þorbjörn Broddason, lektor í félagsfræði.
Þá höfðu verið ráðin til eins árs:
Sigrún Klara Hannesdóttir, lektor í bóka-
safnsfræði.
Þórólfur Þórlindsson, gistilektor í félags-
fræði.
Sigrún Klara Hannesdóttir var skipuð
lektor í bókasafnsfræði 15. 2. 1977. Susan
Bury var skipuð lektor í bókasafnsfræði 1.
7. 1977. Þórólfur Þórlindsson var skipaður
lektor í félagsfræði 1. 10. 1978.
Þrír lektorar hafa verið færðir í dósent-
stöður skv. ákvæðum kjaradóms og að
undangengnum hæfnisdómum: Haraldur
Ólafsson (1. 1. 1979), Þorbjörn Broddason
(1.1. 1979) og Erlendur Haraldsson (1.7.
1979).
Andras Jablonkay M.A., háskólabóka-
vörður við læknaháskólann í Debreceu í
Ungverjalandi, gegndi gistilektorsstarfi í
bókasafnsfræði á vormisseri 1979.
Susan Bury fékk launalaust leyfi frá
störfum vegna framhaldsnáms 1. 7.
1977—31. 12. 1977. Ennfremur fékk Sig-
rún Klara Hannesdóttir launalaust leyfi frá
störfum vegna framhaldsnáms 15. 9.
1977—1. 5. 1978.