Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 123
Félagsvísindadeild og fræðasvið hennar
121
skeiðin fleiri í þess stað með sama til-
kostnaði.
Nokkur námskeið eru sameiginleg
skyldunámskeið fyrir alla nemendur í
deildinni, s. s. námskeið um íslenska þjóð-
félagið oggrunnnámskeið í aðferðafræði og
tölfræði. Önnur námskeið eru skyldunám-
skeið í tveimur til þremur greinum.
Lögð hefur verið áhersla á, að nemandi
þurfi ekki að velja sér aðalgrein fyrr en að
'oknu tveggja missera námi, eða hann geti
skipt um aðalgrein þannig, að fyrra nám
hans nýtist til B.A.-prófs.
Kennsla fer að nokkru fram í fyrirlestr-
Ufn, en í vöxt færist að kennsluformið sé
urnræður og sérstök verkefni, sem nem-
endur vinna undir leiðsögn kennara. Þá
hefur það aukist mjög, að nemendur vinni
að heimaritgerðum eða öðrum verkefnum
einn eða fleiri saman í stað skriflegra eða
niunnlegra prófa eða hluta þeirra. Virðist
þetta gefast vel og stuðla að því að gera
nemendur virkari í námi og dreifa álaginu
jafnar yfir námstímabilið.
Alls eru nú (1970—1980) kennd milli
110—120 námskeið í deildinni, ýmist eins
eöa tveggja missera námskeið.
^annsóknaverkefni 1976—79
^bkill áhugi er meðal kennara deildarinnar
a rannsóknastarfsemi, og hafa menn reynt
efhr föngum að sinna þeim þætti starfsem-
'nnar. Fer hér á eftir listi yfir flest þau
Verkefni, sem unnið hefur verið að á
Undanförnum þremur árum og þau sem í
undirbúningi eru. Sumum þessara verkefna
er þegar lokið, öðrum er langt komið. Þá
eru einnig í gangi langtímaverkefni, sem
e.kki verður lokið fyrr en að mörgum árum
'ðnum. Loks eru ýmis verkefni skammt
°ntin af stað eða á undirbúningsstigi. Al-
gengt er að nokkrir kennarar vinni að sama
verkefninu og þá kennarar úr ýmsum
kennslugreinum deildarinnar. Sömuleiðis
er í allmörgum tilvikum samvinna við aðila
utan háskólans bæði innlenda og erlenda.
Talsvert er um það, að nemendur deildar-
innar vinni við rannsóknaverkefni kennara.
Verkefnin eru þessi:
— Frumdrög að tölvu-unninni lyklun á
efni íslenskra dagblaða og tímarita.
— Efnissöfnun til samnorræns bókfræði-
rits, Guide to Scandinavian Bib-
liography.
— Tilvitnanagreining („citation analy-
sis“), þar sem kannað er hversu mikið af
greinum, sem vísað er í um ákveðin
viðfangsefni í bókasafnsfræði, eru fá-
anlegar í íslenskum bókasöfnum.
— Könnun á viðhorfum til jafnréttismála
meðal íbúa fjögurra kaupstaða.
— Könnun á félagslegum og heilsufars-
legum þáttum í lífi togarasjómanna.
— Könnun á þörf fyrir dagvistarheimili á
Fáskrúðsfirði og Selfossi.
— Rannsókn á hlutdeild sjónvarpsins í
daglegu lífi fólks, einkum ungs fólks,
notkun á sjónvarpi og félagsmótandi
áhrif þess.
— Undirbúningur að riti um mannfræði.
— Undirbúningur að ritverki um samfélag
þjóðveldistímans á íslandi.
— Undirbúningur að ritverki um félags-
fræði.
— Rannsókn á atvinnuháttum og vinnu-
aðferðum sjómanna á fyrsta hluta þess-
arar aldar.
— Athugun á kenningum B. Bernsteins og
gildi þeirra við íslenskar aðstæður.
— Rannsókn á þroska og aðlögun unglinga
í Reykjavík.