Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 127
námsbraut í hjúkrunarfræði
Stjórnun
Fyrstu úrin laut námsbrautin sérstakri bráða-
birgðastjórn, er skipuð var af menntamála-
ráðherra, en breyting varð á, er reglugerð
fyrir námsbrautina tók gildi 22. september
1976. Sú reglugerð var endurskoðuð um leið
°8 lög og reglugerðir háskólans, og ný reglu-
gerð, lítið eitt breytt frá þeirri fyrri, tók gildi
22. ágúst 1979. Samkvæmt henni er náms-
brautin í tengslum við læknadeild, en hefur
sjálfstæði í innri málum. Stjórn hennar er
skiPuö námsbrautarst jóra, föstum kennurum
námsbrautarinnar, einum fulltrúa háskóla-
ráðs, tveim fulltrúum læknadeildar og þrem
fulltrúum stúdenta. Stjórnin kýs sjálf for-
mann úr sínum hópi. Hún gegnir sama hlut-
verki ogstjórnir deilda,deildarráð. Hún gerir
ar'ega áætlun um kennslu, húsnæðisþörf og
rekstrarkostnað, er aðili að stöðuveitingum,
kveður upp úrskurði í málefnum nemenda
°' s. frv.
^tjórnin á ekki fulltrúa í háskólaráði. Hins
Vegar skal boða formann hennar eða þann,
er hann kveður til úr hópi stjórnarmanna,
Þegar háskólaráð fjallar um málefni náms-
hrautarinnar á fundum sínum, og hefur hann
Þar málfrelsi og tillögurétt. Sama gildir, er
|a.‘knadeild fjallar um málefni námsbrautar-
innar.
Námsbrautarstjóri hefur starfað við
námsbrautina frá byrjun árs 1976 í hluta-
starfi. Því starfi hefur Ingibjörg R. Magnús-
öóttir gegnt. Námsbrautarstjóri hefur ekki
hennsluskyldu, starf hans er fólgið í
stjórnun, skipuiagningu og fleiru samkvæmt
reglugerð. Áður hafði kennslustjóri starfað
V|ð námsbrautina um rúmlega eins árs skeið.
Námstilhögun
^ámsbraut í hjúkrunarfræði annast
tennslu og rannsóknir í hjúkrunarfræði.
Náminu lýkur með B.S.-prófi í hjúkrunar-
fræði. Réttindi til þess að kalla sig hjúkrun-
arfræðing og starfa sem slíkur hér á landi
veitir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið að prófi loknu.
Áætlaður námstími er 4 ár, hámarkstími
6 ár. Námið í heild er 120 námseiningar og
gert ráð fyrir að ljúka megi 30 einingum á
hverju ári. Að baki hverrar námseiningar
skal að jafnaði vera að minnsta kosti ein
vikuleg misseris kennslustund eða ein
námsvika.
Námsefni er að mestu hið sama og fram
kom í síðustu Árbók, en nokkur tilfærsla
hefur orðið á einingum á milli námsgreina.
Nokkrar námsgreinar sækja nemendur til
annarra deilda háskólans, svo sem lækna-
deildar og verkfræði- og raunvísindadeild-
ar.
Verklegt nám (kliniskt) fer fram í sjúkra-
húsum, heilsugæslu/heilsuverndarstöðvum
og öðrum heilbrigðisstofnunum.
Kennarar
Við námsbrautina hefur starfað frá hausti
1977 einn fastur kennari, Marga Thome,
lektor í hjúkrunarfræði. Ein staða dósents í
hjúkrunarfræði var auglýst laus til umsókn-
ar sumarið 1979. Dómnefnd hefur ekki
skilað áliti. Allmargir stundakennarar
starfa við námsbrautina.
Þá hafa erlendir prófessorar verið fengnir
til kennslu um lengri eða skemmri tíma. Má
þar nefna Heather F. Clarke, prófessor við
Columbia háskóla í Vancouver, og Jean E.
Innes, prófessor við háskólann í Saskatoon,
Saskatchewan, sem báðar hafa kennt
heilsugæslu, og þær Margaret Hooton,
prófessor við Mc Gill háskóla í Montreal,
og Deanna Pearlmutter, prófessor við
Cornell háskóla, en þær hafa kennt stjórn-