Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 130
NÁMSBRAUT í SJÚKRAÞJÁLFUN
Inngangur
Námsbraut í sjúkraþjálfun tók til starfa
haustið 1976. Aðdragandi var nokkurra ára
undirbúningur af hálfu Félags íslenskra
sjúkraþjálfara, lækna o. fl. Mikill skortur á
sjúkraþjálfurum og hæg fjölgun í stéttinni
vegna erfiðs aðgangs að skólum annars stað-
ar varð til þess að ákveðið var að stofna til
menntunar hér heima.
Menntamálaráðuneyti skipaði nefnd 1973
til að athuga möguleika á slíku námi og
hvernig því skyldi hagað. Nefnd sú skilaði
greinargerðímars 1975. Hafði þáveriðaflað
upplýsinga frá ýmsum löndum. Nám reyndist
vera með ýmsu móti annars staðar, en sjúkra-
þjálfarar hér sóttu mjög fast að nám hér yrði
innan háskólans. V ar leitað sambands við þau
lönd sem höfðu slíkt nám, og varð þá að leita
vestur um haf. Árið 1974 sóttu tveir sjúkra-
þjálfarar í nefndinni, Guðlaug Sveinbjarnar-
dóttir og María Þorsteinsdóttir, ráðstefnu í
Montreal og náðu þar sambandi við marga
kennara og heimsóttu nokkra skóla. Kom í
Ijós að háskólinn í Manitoba sýndi mikinn
hug á að veita okkur aðstoð. Dr. J. F. R.
Bowie, forstöðumaður School of Medical
Rehabilitation við Manitoba-háskóla, kom í
10 daga heimsókn og veitti stuðning og mörg
góð ráð. Háskólinn bauðst til að senda
kennara til að aðstoða við byrjun námsins.
í maí 1976 var settur námsbrautarstjóri til
eins árs, Ella Kolbrún Kristinsdóttir sjúkra-
þjálfarakennari, og sá hún einnig um kennslu
ásamt Marjorie B. Spence frá Winnipeg, sem
var hér í u. þ. b. eitt ár.
Nú eru auk námsbrautarstjóra tveir fast-
ráðnir lektorar við námsbrautina.
Stjórn
Stjórnsýsluleg staða námsbrautarinnar er
sú, að hún er í tengslum við læknadeild, en
hefur sjálfstæði í innri málum. Stjórn henn-
ar er skipuð fastráðnum kennurum, náms-
brautarstjóra, tveimur fulltrúum lækna-
deildar, einum fulltrúa háskólaráðs og full-
trúum stúdenta. Stjórnin kýs sér formann
úr sínum hópi. Formaður er boðaður á
fundi háskólaráðs og læknadeildar þegar
fjalla skal um málefni námsbrautarinnar.
Fjöldi stúdenta
Nauðsynlegt var að takmarka aðgang
stúdenta að námsbrautinni, þar eð
kennslukraftar eru af skornum skammti.
Einnig er aðstaða til verklegrar kennslu á
sjúkrastofnunum mjög lítil.
Voru innritaðir 18 stúdentar 1. árið, 24
stúdentar 2. árið, en síðan 20 á 3. og 4. ári.
Sýnt er að takmörkun þessi verður að hald-
ast í nánustu framtíð eða þar til aðstaða
hefur batnað.
Vorið 1980 er áætlað að 15 stúdentar
muni útskrifast.
Námstilhögun
Námið tekur 4 ár samkvæmt áætlun og lýk-
ur með B.S.-prófi í sjúkraþjálfun. Há-
markstími er 5 ár.
Námsgreinar fyrri árin eru að hluta til
sameiginlegar með læknanemum o. fl., til
dæmis í Iíffærafræði, fósturfræði og eðl-
isfræði. Markmið með námi fyrstu árin er,
að nemendur læri eðlilega byggingu, þroska
og starfsemi líkamans, líkamsstöðu og
hreyfingu. Aðferðir í sjúkraþjálfun eru
kenndar með fyrirlestrum og verklegum
æfingum, þar sem stúdentar æfa sig hver a
öðrum. Sjúkdómafræði fjallar um þá mörgu
kvilla, sem þjaka manninn og sjúkraþjálf'
arar þurfa við að eiga. Hún er kennd af
sérfræðingum í hverri grein á hverju inisseri
frá og með vormisseri 2. árs.