Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 131
Námsbraut í sjúkraþjáifun
129
Á 3. ári hefst verkleg þjálfun á sjúkra-
stofnunum, þar sem stúdentar eru undir
handleiðslu reyndra sjúkraþjálfara.
Náminu er hágað þannig, að 3. og 4. árs
stúdentar eru til skiptis í klinísku námi, og
ráða þar fyrst og fremst um þeir tak-
markandi þættir, sem áður var minnst á,
aöstöðuleysi og kennaraskortur.
Námsgreinar eru nokkuð margar eins og
eftirfarandi yfirlit sýnir. Tímasókn er alla
Jafnan mikil, um og yfir 30 tímar á viku.
Námsgreinar eru allar skyldugreinar og
miðað við að þær séu teknar í ákveðinni
fóð, þannig að lítill sveigjanleiki er í
náminu.
1. ár
Líffærafræði IA og IB.
Fósturfræði.
Eðlisfræði.
Lífeðlisfræði.
Hreyfingafræði.
Nudd og þreifing.
Leikfimi.
Starfræn líffærafræði.
2. ár
Líffærafræði IC.
Taugalíffæra- og lífeðlisfræði.
Rafmagnsfræði.
Lreyfingafræöi.
Sálarfræði.
Sjúkdómafræði.
Sjúkraþjálfunarfræði.
3. ár
Sjúkdómafræði.
Sjúkraþjálfunarfræði.
Afbrigðileg sálarfræði.
Félagsfræði.
Nópæfingar.
Námsvinna.
4. ár
Sjúkdómafræði.
Sjúkraþjálfunarfræði.
Tölfræði og aðferðafræði.
B.S.-verkefni.
Lokapróf (klinískt).
Námsvinna.
Húsnæði
Námsbrautin hefur frá upphafi verið í
leiguhúsnæði að Lindargötu 7, í íþróttahúsi
Jóns Þorsteinssonar. Kennsluaðstaða er í
fyrrverandi íbúð Jóns á efri hæð, ein
kennslustofa og lestrarherbergi, sem oftast
er notað til kennslu. Auk þess eru tvö
herbergi fyrir námsbrautarstjóra og lektor-
ana tvo, sameiginleg kaffistofa/eldhús og
eitt salerni. Æfingasalur í kjallara er notað-
ur fyrir verklega kennslu. Húsnæði þetta er
í lágmarki og heldur ónæðissamt, þar eð
íþróttastarfsemi fer fram á miðhæð hússins
með tónlist og viðeigandi trampi. Lestrar-
aðstaða er lítið nýtt sökum þessa og stofan
því notuð til kennslu. Fyrir verklega
kennslu þarf séraðstöðu, notaðir eru bekkir
og ýmis útbúnaður, svo og rafmagnstæki
svo sem stuttbylgju- og hljóðbylgjutæki,
raförvun o. fl.
Kennsla í sjúkdómafræði fer að mestu
leyti fram á Landspítala og Borgarspítala.
Námsvinna fer fram á sömu spítölum, auk
þess á Reykjalundi, hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra, á Vífilsstöðum, í
Kjarvalshúsi og hjá Sjálfsbjörgu.
Hvað varðar æskilega staðsetningu
námsbrautarinnar, kemur a. m. k. í mínum
huga upp töluverð togstreita. Fyrst og
fremst myndi ég óska eftir minni einangrun
frá háskólanum sjálfum, en ég sakna einnig
meiri tengsla við kliníska vinnu og kennslu
9