Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 136
134
Árbók Háskóla íslands
sendinefnd skipaða háskólarektorum og
íþróttafrömuðum með opinbert boð og ósk
um það, að háskólinn sendi íþróttafólk til
Mexico. Ytti þessi heimsókn undir það, að
ákveðið var að senda tvo keppendur. Völd-
ust fræknir kappar til fararinnar, Óskar
Jakobsson og Vilmundur Vilhjálmsson. Sá
síðarnefndi hafði getið sér góðan orðstír í
Sofía 1977 á stúdentaleikunum þar og
komist í úrslit í 100 m hlaupi á nýju ís-
landsmeti. Undirritaður tók að sér farar-
stjórn og að sækja allsherjarþing F. I. S. U.
fyrir hönd íþróttafélags stúdenta. Auk
háskólans veittu menntamálaráðuneytið og
Ólympíunefnd styrki til fararinnar.
Ferðin tókst afbragðs vel. Áttatíu og átta
þjóðir sendu um 4500 keppendur til
mótsins, þar á meðal margt frægra íþrótta-
manna. Það var því ekki út í bláinn, þegar
menn nefndu þetta „litlu Ólympíuleikana.“
Óskar stóð sig af snilld og komst í úrslit
bæði í kúluvarpi og kringlukasti. Vakti
frammistaða hans í kúluvarpinu rnikla
athygli, og var hann lengi vel í 3. sæti eða
þar til í síðustu umferð, en þá komust tveir
heimsþekktir kappar fram fyrir hann, svo
að Óskar missti af verðlaununum. Vil-
mundi gekk ekki eins vel nú og í Sofía.
Hann var sjónarmun á eftir 3. manni í
undanúrslitum bæði í 100 m og 200 m
hlaupi og missti þar með af Iestinni, þar sem
aðeins þrír fyrstu menn komust áfram í
keppninni.
Báðir þessir ungu menn komu ákaflega
vel fram og voru glæsilegir fulltrúar okkar
þjóðar.
Á allsherjarþingi F. I. S. U. stóðu
Norðurlandaþjóðirnar saman að flestum
málum. Báru þær meðal annars fram til-
lögur um það, að sambandið efndi til al-
þjóðlegra samskipta á breiðari grundvelli
en keppnisíþróttum eingöngu sem til þessa.
Var þessu vel tekið, og verður haldin al-
þjóðleg ráðstefna um íþróttir í háskólum í
Svíþjóð 1980, þar sem þessar tillögur verða
teknar sérstaklega til umræðu.
Norðurlandaþjóðirnar stóðu einnig að
sameiginlegri kynningu á íþróttum við há-
skóla á Norðurlöndum og dreifðu m. a.
kynningarriti N. A. F. I., sem áður hefur
verið minnst á, meðal þingfulltrúa. Er
þátttaka íþróttafélags stúdenta í þessum
tveim samböndum háskólanum til sóma og
góð landkynning.
Samtök íþróttastjóra
Norðurlandasambandið hefur ekki aðeins
beitt sér fyrir samstarfi stúdenta, það hefur
einnig verið tengiliður fimleikastjóra og
íþróttakennara við háskóla á Norður-
löndum og staðið fyrir námskeiðum og
ráðstefnum fyrir þá. Fyrir tveim árum á
einni slíkri ráðstefnu, sem haldin var í
Danmörku, mynduðu fimleikarstjórarnir
og íþróttakennararnir samtök sín á millú
sem þeir nefndu Icirottskonsulent/Idrotts-
liirargruppen við Universitet och Högskolor
í Norden. Var undirritaður kosinn formað-
ur samtakanna. Er ætlunin að samtökin sjái
framvegis sjálf um kynningar- og fræðslu-
starfsemi innan þessa hóps og haldi
ráðstefnu á sviði íþrótta í háskólum.
Hefur undirritaður ásamt öðrum í fram-
kvæmdastjórn samtakanna samið kynning-
arrit um þau, þar sem birt eru lög samtak-
anna og upplýsingar um skipulagningu
íþróttamála og íþróttakennslu við háskóla á
Norðurlöndum. Er þar einnig skrá yfir alla
félagsmenn og hvar þeir starfa. Næsta
verkefni samtakanna er námskeið með
ráðstefnuívafi á Laugarvatni í júní 1980, og