Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Qupperneq 140
138
Árbók Háskóla islands
kvöldi og væri fyrirhugað að kvikmynda
sýninguna, og var það gert. Kann að vera,
að sú kvikmynd hafi verið sýnd í Þýskalandi
einhversstaðar. En um það er mér ókunn-
ugt. Hugsanlega er hún einhvers staðar til.
En nú gef ég fararstjóranum, Guðmundi
Karli Péturssyni orðið. En í frásögn af
ferðalaginu og sýningarkvöldinu segir hann
í grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir
heintkomuna 7. júlí:
„Á prógrammi kvöldsins voru einkum
tvö atriði, sem mikla athygli og eftirvænt-
ingu vöktu. Voru það skilmingar. Hitt at-
riðið var glímusýning okkar íslendinganna.
Var aðsókn svo mikil, að allir aðgöngumið-
ar voru uppseldir löngu fyrirfram. Munu
hafa verið viðstaddir sýninguna nokkuð á
þriðja þúsund manns.“
Guðmundur Karl segir ennfremur í frá-
sögn sinni:
„Ekki veit ég, hvaða hugmyndir menn
fyrirfram hafa gert sér um okkur eða íþrótt
okkar, en allir biðu fullir eftirvæntingar
þessa nýja og óþekkta, sem þeir nú áttu að
fá að sjá og kynnast.
Mér liggur við að halda, að sumir hafi
næstum orðið fyrir hálfgerðum vonbrigð-
um, þegar við svo komum fram á sjónar-
sviðið og þeir sáu að við vorum rétt eins og
aðrir hvítir menn. En hvað sem um þetta er,
þá urðum við að bíða nokkra stund svo, að
við gátum ekkert aðhafst fyrir dynjandi
fagnaðarlátum áhorfenda." Þetta var frá-
sögn Guðmundar Karls.
Áður en glíman hófst, flutti fararstjóri
ávarp, fékk síðan tvo glímumenn fram á
sviðið, og sýndu þeir hin ýmsu glímubrögð
og varnir gegn þeim eins hægt og róiega og
unnt var, og fararstjóri útskýrði.
Þá fór fram glímusýningin. Og loks var
bændaglíma að fornum sið, með 2 foringj-
um og liðsmönnum hvors þeirra. Um
undirtektir áhorfenda segir svo í frásögn
Lesbókar:
„Það mun ekki ofmælt, að áhorfendur
fylgdust með sýningunni allan tímann með
athygli og aðdáun, sem þeir létu óspart i
ljósi í hvert skipti sem glímumenn gerðust
nokkuð aðsópsmiklir um brögð eða varnir,
og að sýningunni lokinni ætlaði fagnaðar-
látum aldrei að linna. Ummæli blaðanna
voru einnig mjög lofsamleg og vinsamleg í
garð okkar og glímunnar." Þetta var frá-
sögn fararstjórans.
Á sama veg voru ummæli kennarans, sem
ég bjó hjá. Hann kvaðst meira að segju
vona, að þýskir háskólastúdentar færu að
iðka þessa glímu í stað skilminganna, sem
þá þótti fín íþrótt meðal háskólamanna og
það svo, að þeir þóttust menn að meiri, ef
þeir báru á andliti ör eftir skrámur í skilm-
ingum. En svo var jafnan um búið, að al-
varleg slys gátu ekki orðið. En sennilega
hefur ekki ræst von kennarans um iðkun
glímu í föðurlandi hans.
Islenski glímuflokkurinn sýndi á einum
þrem stöðum eftir fyrstu sýningu. Við
fylgdumst með íþróttakeppni stúdenta
næstu daga, hlustuðum á fyrirlestra pro-
fessora, m. a. fyrirlestur próf. Ágústs H-
Bjarnasonar um atvinnulíf og menningar-
mál íslensk. Og í Kiel sá ég í fyrsta sinn
flutta óperu. Það var Töfraflautan eftir
Mozart. Fararstjórinn fékk aðeins fjora
miða. En af því að félagar mínir vissu, að eg
hafði nokkurn áhuga á list söngs og tóna,
voru þeir svo vinsamlegir að láta mér i te
einn hinna fáu aðgöngumiða. Enn er mer i
minni, er þrjár konur gengu fram á sviðið og
sungu lagið, sent við syngjum við jólasálm-
inn „í dag er glatt í döprum hjörtum." Svo
fávís var ég í óperumúsik, að ég vissi ekki