Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 141
Íþróttahús háskólans
139
um þetta atriöi óperunnar frægu. En hrifinn
var ég. Og sennilega gleymi ég ekki þessari
kvöldstund í Kiel.
Svo liðu þessir gleðidagar í Kiel, sem
enduðu með miklu hófi fyrir þátttakendur.
Finnsku stúdentarnir fóru heim sem sigur-
Vegarar íþróttamótsins. Við fengum minja-
§riP, styttu af ljóni úr bronsi, sem varðveitt
er ' glerskáp í íþróttahúsi Háskóla íslands.
Eg vitna enn til frásagnar fararstjórans í
Lesbók Morgunblaðsins:
,,Við kvöddum Kiel 21. júní með þakk-
læti og vinarþeli til allra þeirra mörgu, sem
aö því höfðu stuðlað að gera okkur dvölina
Þar ánægjulega og ógleymanlega. Það eina,
sem skyggði á ferð okkar, var það, að við
mðum að skilja einn félaga okkar eftir í
K'el vegna lasleika. En sem betur fer
reyndist það ekkert alvarlegt, og er hans
v°n með næsta skipi.“
En hver var þessi félagi, sem eftir varð í
L'ei? Það var sá, sem þessar línur ritar.
ann morgun, er við áttum að mæta á járn-
Tautastöðinni r'i brottfararinnar, vaknaði
eg snemma og fann að ég var kominn með
mikinn hita og bólgið hné. Fór ég beint á
sjúkrahús, þar sem rist var í slæma ígerð.
Allt gekk vel og eftir 10 daga var ég ferða-
fær og fékk hina bestu heimferð. En það er
önnur saga.
Þegar glímuflokkurinn kom heim, var
honum fagnað á matstofu stúdenta, Mensa
Academica, sem starfrækt hafði verið í
nokkur ár á efri hæð hússins Lækjargötu 2.
Segir frá þeim fagnaði, sem jafnframt var
síðasti starfsdagur matstofunnar, í frásögn
Lesbókarinnar 7. júlí. „Meðal ræðumanna
var forseti íþróttasambands íslands, sem
þakkaði glímuflokknum fyrir frægðarför
hans til Þýskalands," eins og komist er að
orði í frásögninni.
Eftir ánægjulega ferð, tóku við sumar-
störf þátttakenda og hópurinn dreifðist. Og
eftir því, sem árin hafa liðið, hefur fækkað í
hópnum, svo að nú, eftir fulla hálfa öld, eru
aðeins þrír á lífi. Einar Guttormsson, Jón
Þorvarðsson og dr. Óskar Þórðarson. Lýk
ég svo þessari frásögn.
Jón Porvarðsson